Fara í efni  

Bæjarráð

3329. fundur 30. nóvember 2017 kl. 08:15 - 10:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes Karl Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

48. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 19. október 2017.
49. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 21. nóvember 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Höfði - fjárhagsáætlun 2018-2022

1710228

Fjárhagsáætlun Höfða 2018-2021 var lögð fram til seinni umræðu á stjórnarfundi Höfða þann 27. nóvember síðastliðinn og samþykkt.

Fjárhagsáætlunin er send til umfjöllunar og afgreiðslu hjá Akraneskaupstað eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Erindið lagt fram og fer til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.

3.Höfði - viðauki 2017

1710233

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2017 var samþykktur á stjórnarfundi Höfða þann 27. nóvember síðastliðinn. Viðaukinn er tilkominn vegna uppgjörs ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingu Höfða við A-deild Brúar lífeyrissjóðs.
Viðaukinn lagður fram og vísað til formlegrar afgreiðslu með gerð viðauka Akraneskaupstaðar vegna ársins 2017.

4.Snorraverkefnið 2018

1711189

Beiðni um stuðning vegna Snorraverkefnis 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samstarfi við forstöðumann menningar- og safnamála að kanna hvort tækifæri felist í að útfæra þátttöku í verkefninu á árinu 2018.

5.Aflið - styrkbeiðni

1711163

Styrkbeiðni vegna reksturs frá Aflinu á Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

6.Saman hópurinn - styrkbeiðni

1711173

Beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf SAMAN-hópsins á árinu 2017.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 30.000 í styrk á árinu 2017 og er ráðstafað af liðnum 20830-4995.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.

1710116

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018.
Bæjarráð samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2018.

Samþykkt 2:0 (IV situr hjá).

8.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2022)

1708093

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018-2021 lögð fram. Gerð verður grein fyrir tillögum um breytingar frá fyrri umræðu.
Afgreiðslu málsins frestað.

Aukafundur vegna gerðar fjárhagsáætlunar verður haldinn fimmtudaginn 7. desember næstkomandi kl. 08:15.

9.Áskorun frá félagi slökkviliðsmanna á Akranesi

1711182

Áskorun frá Félagi slökkviliðsmanna á Akranesi dags. 21. nóvember síðastliðinn var tekin fyrir á 3228. fundi bæjarráðs þann 23. nóvember síðastliðinn og var bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

Haldinn var fundur með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar 29. nóvember síðastliðinn og staðan yfirfarin. Ráðgert er að funda frekar um málið í desember.
Gerð var grein fyrir fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar sem fór fram 29. nóvember sl. Unnið er að greiningu kosta í stöðunni og fyrirhugaðir fleiri vinnufundir um málið með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar.

Afgreiðslu málsins frestað.

10.Fundargerðir 2017 - starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk

1701015

4. fundargerð starfshóps um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk frá 22. febrúar 2017.
5. fundargerð starfshóps um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk frá 3. maí 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.

11.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Starfshópurinn um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi vísar lokaskýrslu sinni til bæjarráðs. Með lokaskýrslunni telur starfshópurinn sig hafa lokið sínu starfi enda hefur hann unnið þau meginverkefni sem komu fram í erindisbréfi sem bæjarráð setti honum.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir þeirra störf og greinargóða lokaskýrslu. Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir að nýju á fundi ráðins þann 25. janúar 2018.

Fundi slitið - kl. 10:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00