Fara í efni  

Bæjarráð

3320. fundur 14. september 2017 kl. 08:15 - 10:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson varamaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

43. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. júní 2017.
44. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. ágúst 2017
Fundargerðirnar lagðar fram.

2.Afmælisgjöf til FVA

1709070

Fjölbrautarskóli Vesturlands á 40 ára starfsafmæli 12. september 2017.
Bæjarráð óskar Fjölbrautarskóla Vesturlands innilega til hamingju með afmælið.

Bæjarráð samþykkir að veita skólanum peningagjöf að fjárhæð kr. 500.000 til uppbyggingar á tölvuveri í tilefni af 40 ára starfsafmæli stofnunarinnar.

Fjármunum vegna þessa, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

1702004

Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2017.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2017

1701128

Sex mánaða árshlutauppgjör lagt fram.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhalds taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

5.Opið bókhald og stjórnendamælaborð

1709069

Minnisblað fjármálastjóra vegna upptöku á kerfi er varðar "Opið bókhald" og stjórnendamælaborð hjá Akraneskaupstað.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við KPMG um kaup á lausn varðandi "Opið bókhald" og stjórnendamælaborð.

Fjármunum vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 3.781.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

6.Tækjakaupasjóður - umsókn Tónlistarskólans

1703067

Umsókn frá Tónlistarskólanum í tækjakaupasjóð um kaup á Ipad tækjum fyrir skólann.
Bæjarráð samþykkir að uppfærður verði tækjabúnaður til kennslu í Tónlistarskólanum á Akranesi. Fjármunum vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.798.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

7.Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi (breyting)

1709066

Tillaga að nýrri gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi fyrir árið 2017. Fyrir liggur minnisblað skólastjórans um helstu breytingar.
Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla Akraness sem felur fyrst og fremst í sér uppfærslu til samræmis við nýjungar í þjónustutilboðum við skólann.

8.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

1511324

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila.
Bæjarráðs samþykkir fyrirliggjandi uppgjör á lífeyrisskuldbindingum Höfða en felur bæjarstjóra að koma á framfæri tillögu að breytingu á orðalagi bókunar sem er fylgiskjal uppgjörssamkomulagsins.

Bæjarráðs vísar samþykktinni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

9.Baugalundur 9 - umsókn um byggingarlóð

1708194

Umsókn Birkis Guðjónsonar um byggingarlóð að Baugalundi 9. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsóknin tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnarinnar að Baugalundi 9 til umsækjanda.
Fylgiskjöl:

10.Bárugata 19 - rekstur gististaðar

1709062

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar um beiðni Þinghamars ehf kt.500310-1110 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem reka á að Bárugötu 19 n.h., 300 Akranesi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

11.Dularfulla búðin - athugasemd við rekstur

1709060

Athugasemdir við rekstur á Dularfullu búðinni frá nágrönnum húsnæðis þess.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja erindinu eftir.

12.SSV - haustþing 2017

1709050

Haustþing SSV verður haldið þann 11. október næstkomandi á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Dagskrá hefst kl. 9:30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl. 17:30.
Lagt fram.

13.Fiskistofa - tilkynningar

1709024

Tilkynning frá Fiskistofu um aflaheimildir 2017-2018.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00