Fara í efni  

Bæjarráð

3317. fundur 27. júlí 2017 - 11:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

66. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 24. júlí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

65. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 25. júlí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Frí námsgögn í grunnskólum Akraneskaupstaðar

1707051

Skóla- og frístundaráð samþykkir að frá og með hausti 2017 muni Akraneskaupstaður leggja öllum grunnskólanemendum til námsgögn þ.e. ritföng og stílabækur, foreldrum að kostnaðarlausu. Áætlaður heildarkostnaður er rúmar 4 mkr. á ári eða kr. 4.000 pr. nemanda.
Með ákvörðun sinni vill skóla- og frístundaráð tryggja öllum börnum á grunnskólaaldri á Akranesi, grunnmenntun án endurgjalds og stuðla þannig að jafnræði í námi.
Skóla- og frístundaráð vísar tillögu sinni til bæjarráðs með beiðni um viðbótarfjármagn að fjárhæð 2 mkr. vegna haustannar 2017. Útgjöldum að fjárhæð um 4 mkr. vegna námsgagnakaupa á árinu 2018 verði vísað til komandi fjárhagsáætlunargerðar.
Fulltrúar skóla- og frístundaráðs sitja fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni til grunnskóla Akraneskaupstaðar að fjárhæð 2 mkr. til að mæta útgjöldum vegna kaupa á námsgögnum (ritföng og stílabækur)fyrir grunnskólanema á Akranesi vegna haustannar 2017.

Fjármunum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

Ákvörðunin felur í sér að þessi þáttur í skólastarfinu verður gjaldsfrjáls og tekið verður mið af því í vinnslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018.

4.Innritun í leikskóla á Akranesi

1706078

Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa tillögu til bæjarráðs þess efnis að leitað verði leiða til að hefja inntöku barna á leikskóla fyrr en tíðkast hefur á Akranesi.
Fulltrúar skóla- og frístundaráðs sitja fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að fjárhagsáætlun vegna ársins 2018 endurspegli nauðsynlegar úrbætur varðandi þá þörf sem skapast hefur fyrir inntöku barna á leikskóla fyrr en núverandi fyrirkomulag býður upp á.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fullvinna tillögu þar að lútandi sem liggi fyrir eigi síðar en 1. september næstkomandi.

5.Deilisk. Æðarodda - Æðaroddi 36 breyting

1609104

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu deiliskipulagsins að Æðarodda á Akranesi og að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Deilisk. Dalbraut - Þjóðbraut

1405059

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulaginu Dalbraut - Þjóðbraut skv. 1. mgr. 41 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deilisk. Golfvöllur - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1705090

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu deiliskipulagsins með áorðnum breytingum á grenndarkynningartímabili skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu deiliskipulags Golfvallar - Garðavelli 1 á Akranesi vegna fyrirhugaðrar byggingar frístundahúss sem felst í að nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist úr 0,3 í 0,42, með áorðnum breytingum á grenndarkynningartímabili sem felast í smávægilegri aukningu í fermetrum hússins, sem leiðir til þess að nýtingarhlutfall lóðar verður 0,46.

Bæjarráð samþykkir að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Jörundarholt 174 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1612033

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu um að leyfa rekstur sjúkraþjálfunar í kjallara Jörundarholts 174.

9.Jaðarsbakkar / Guðlaug - útboð

1601378

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að ganga til samninga við Ístak um verkið.
Verkefnið mun taka standa yfir næstu tvö árin. Tryggt verði að styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða taki tillit til þess.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Ístak um framkvæmdir við Guðlaugu á Langasandi með fyrirvara um endanlegt samþykki skipulags- og umhverfisráðs sem og bæjarráðs.

Samþykkt 2:0.
(RÓ og ÓA): (IV situr hjá).

VÞG fagnar framgangi verkefnisins.

Bókun IP og IV.

Undirritaðar telja mikilvægt að heit laug við Langasand (Guðlaug) sé þannig staðsett að hún nýtist sem best allt árið um kring enda um fjárfreka framkvæmd að ræða.
Öllum öryggisþáttum verði gætt með sem bestum hætti og rekstarkostnaður vandlega greindur áður en framkvæmdir hefjist.

Fyrir liggja teikningar að glæsilegu mannvirki en framangreindir þættir eru að mati undirritaðra bæjarfulltrúa ekki nægjanlega skýrir.

Ingibjörg Pálmadóttir (sign)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)

IV víkur af fundi að lokinni afgreiðslu og tekur ekki frekari þátt í fundinum.

10.OR - styrkur frá ESB

1707058

Beiðni Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um ábyrgð eigenda (hlutfallsleg) vegna styrks frá ESB.

Um er að ræða styrk sem OR sótti um og fékk hjá stofnuninni Innovation and Networks Executive Agency (INEA) hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) vegna vísindaverkefnis sem nefnist CarbFix2. Verkefnið felst í frekari þróun á aðferðarfræði OR við að fanga og dæla CO2 og H2S ofan í berglög þar sem gastegundirnar steinrenna og bindast grjóti. Verkefnið hlaut alls 2,2 milljón evra styrk og þar af koma 700 þúsund evrur til OR. OR leiðir verkefnið sem er 42 mánaða langt en aðrir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands, CNRS í Toulouse, Amphos 21 í Barcelona og svissneska fyrirtækið Climeworks.

Bæjarráð samþykkir að veita Orkuveitu Reykjavíkur einfalda hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhlut Akraneskaupstaðar á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur á 80% af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna styrks að fjárhæð 700 þúsund evrur á samningstíma verkefnisins sem er 42 mánuðir frá upphafi þess.

Að teknu tilliti til eignarhlutar Akraneskaupstaðar í OR (um 5,8%) nemur ábyrgð kaupstaðarins um 39 þúsund evrum eða um 4,9 mkr.

11.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - breytingatillögur á samþykktum

1707075

Tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra að beina erindi um afgreiðslu þeirra til stjórnar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

12.Heimsmeistaramót íslenska hestsins - styrkbeiðni vegna Landsliðs Íslands í hestaíþróttum

1707055

Styrkbeiðni Jakobs Svavars Sigurðssonar sem keppir fyrir hönd Hestamannafélagsins Dreyra, vegna heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem haldið er í Hollandi í ágúst næstkomandi.
Bæjarráð getur ekki með hliðsjón af styrkjareglum Akraneskaupstaðar orðið við erindinu.

13.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - aðild

1707057

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00