Fara í efni  

Bæjarráð

3296. fundur 24. nóvember 2016 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd

1601010

36. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Viðburðir á vegum menningar-og safnanefndar

1611135

Menningar-og safnanefnd óskar eftir viðbótarfjárframlagi vegna viðburða á aðventunni á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni frá menningar- og safnanefnd með það að markmiði að styðja við fjölbreytta viðburði á aðventunni á Akranesi.

3.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Drög að erindisbréfi starfshóps um samráð og stefnumótun aldraðra lagt fram.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og að skipa Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur formann velferðar- og mannréttindaráð og Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs í starfshóp um samráð og stefnumótun í málefnum aldraðra. Laufey Jónsdóttir verkefnistjóri heimaþjónustu verður ráðgefandi við starfshópinn. Fulltrúar FEBAN eru þeir Jóhannes Finnur Halldórsson formaður og Júlíus Már Þórarinsson varaformaður.

4.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1410165

Bæjarráð vísaði, á fundi sínum 18. október 2016, skýrslu starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 til umsagnar í velferðar- og mannréttindaráði og skipulags- og umhverfisráði.
Umsagnir skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs vegna skýrslu um Dalbraut 6 lagðar fram. Bæjarráð vísar í starfshóp um samráð og stefnumótun í málefnum aldraðra sem vinnur áfram með það verkefni að bæta félagsaðstöðu fyrir eldri borgara og ýmis önnur mál sem tengist velferð þriðju kynslóðarinnar.

5.Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða

1611112

Erindi frá velferðarráðuneytinu um framboð lóða vegna uppbyggingar almennra íbúða.
Erindið kynnt og vísað til skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.

6.Fasteignamat atvinnuhúsnæðis og álagning fasteignaskatta

1609147

Erindi Félags atvinnurekanda þar sem farið er fram á rökstuðning vegna álagningar fasteignaskatts fyrir árið 2016.
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og svara erindinu.

7.FVA - styrkur til tækjakaupa 2017

1611099

Ósk Fjölbrautaskóla Vesturlands um framlag til tækjakaupa fyrir skólann.
Bæjarráð Akraness tekur undir mikilvægi þess að efla iðn og tæknimenntun á Íslandi og telur brýnt að Fjölbrautarskóli Vesturlands fái nægt fjármagn á fjárlögum til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað. Iðngreinar eru mikilvæg stoð í atvinnulífinu á Vesturlandi og nauðsynlegt að búa starfsfólki og nemendum góða aðstöðu og nauðsynleg tæki.

Bæjarráð samþykkir að veita 1 mkr. til tækjabúnaðar fyrir árið 2017 en felur auk þess bæjarstjóra að senda menntamálaráðherra erindi þar sem farið er fram á að fjárveitingar til þessa mikilvæga þáttar í starfsemi skólans séu tryggðar.

8.Bandalag íslenskra skáta - styrkbeiðni v. 15th World Scout Moot

1611083

Erindi Jóns Ingvars Bragasonar framkvæmdastjóra vegna 15. heimsmóts skáta sem haldið verður á Íslandi árið 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Bandalags íslenskra skáta og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið með viðræðum við forsvarsmenn hreyfingarinnar.

9.Asparskógar 8 - umsókn um byggingarlóð

1611124

Umsókn Hagaflöt ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 8.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Asparskógum 8 til Hagaflatar ehf.

10.Asparskógar 10 - umsókn um byggingarlóð

1611125

Umsókn Hagaflöt ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 10.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Asparskógum 8 til Hagaflatar ehf.

11.Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk

1611092

Umsókn kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

12.Saga Akraness

1512040

Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að selja ritröðina Sögu Akraness á menningarstofnunum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að heimila sölu á Sögu Akraness á Bóka- og Byggðasafni. Lagt er til að samanlagt verð á tveimur bókum verði 5 þúsund krónur.

13.Sundfélag Akraness - styrkumsókn vegna tækjakaupa

1611034

Erindi sundfélags Akraness um tækjakaup sem tekið var fyrir á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs.

Ráðið tók jákvætt í erindið en vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Lagt er til að styrkja íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum til endurnýjunar á ,,pödsum" í sundlaugina til þess að mæla tíma keppenda.
Bæjarráð samþykkir að heimila íþróttamiðstöðinni að festa kaup á tveimur ,,pödsum" til afnota fyrir Sundfélag Akraness.

14.Vinabæjarmót á Akranesi 2017

1603152

Vinabæjarmót á Akranesi árið 2017.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Norræna félagið á Akranesi um 2 mkr. vegna kostnaðar við vinabæjarmót sumarið 2017. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa stofnun starfshóps vegna mótsins í samvinnu við Norræna félagið. Fulltrúar Akraneskaupstaðar verði Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sædís Sigurmundsdóttir verkefnastjóri.

15.Höfði - fjárhagsáætlun 2016

1511182

Viðauki I við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2016 var samþykktur á stjórnarfundi þann 21. nóvember síðastliðinn.
Bæjarráð staðfestir viðaukann og leggur fram í bæjarstjórn til samþykktar.

16.Höfði - fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1611006

Fjárhagsáætlanir Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils fyrir árið 2017 og 2018-2020 sem samþykktar voru á fundi stjórnar 21. nóvember 2016.

Fjárhagsáætlanir afhendast til umfjöllunar og afgreiðslu eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlanir Höfða fyrir árið 2017 og 2018-2020 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

17.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að forgangsröðun ráðsins í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árin 2017-2020 verði samþykkt.

Ráðið vekur athygli bæjarráðs á eftirfarandi:

A. Ekki er tekin afstaða til staðsetningar á fimleikahúsi. Brýn nauðsyn er á að taka þá ákvörðun sem fyrst á víðtækum samráðsvettvangi.

B. Gera þarf framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni á grundvelli þeirra hugmynda sem fyrir liggja um uppbyggingu golfskála.

C. Fyrir liggur tölvupóstur dags. 17. nóv. s.l. frá Jóhannesi Finni Halldórssyni fh. FEBAN. Á árinu 2017 eru áætlaðar 20 m.kr. í undirbúning á uppbyggingu á Dalbrautarreit.
Afgreiðslu frestað til næsta fund ráðsins þann 2. desember næstkomandi.

18.Fyrirspurn til sýslumanns um þinglýsingar

1611110

Erindi Akraneskaupstaðar til Sýslumannsins á Vesturlandi um rafrænar þinglýsingar.
Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra varðandi mikilvægi þess að Sýslumaðurinn á Vesturlandi sækist eftir að annast rafrænar þinglýsingar sbr. frumvarp um breytingar á þinglýsingarlögum nr. 39/1978 með síðari breytingum.

19.Gagnaveita Reykjavíkur - ósk um undanþágu frá upplýsingalögum

1611140

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda á að leggja til við forsætisráðherra að endurnýja undanþágu Gagnaveitu Reykjavíkur frá gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um framtíðaráform um sölu Gagnaveitunnar.

20.Kennarar - krafa til sveitarfélaga

1611053

Ályktun grunnskólakennara á Akranesi frá fundi þeirra þann 22. nóvember 2016.
Lögð fram ályktun grunnskólakennara í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi frá 22. nóvember 2016 ásamt yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að samningar takist á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra grunnskólakennara.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00