Fara í efni  

Bæjarráð

3287. fundur 18. ágúst 2016 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd

1601010

31. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 27. júní.
32. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 11. ágúst.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1602030

136. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 20. júní 2016.
137. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 8. ágúst 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi óskar eftir heimild bæjarráðs til að kanna með formlegum hætti vilja stjórnar Áss styrktarfélags til samstarfs um byggingu og rekstur búsetukjarna á Akranesi.

Starfshópurinn mun mæta á fund bæjarráðs og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags og kynnir starfsemi félagsins og rekstrarfyrirkomulag búsetukjarna.
Bæjarráð þakkar góða kynningu.
Bæjarráð heimilar starfshópnum að fara í frekari könnunarviðræður við Ás styrktarfélag. Jón Hrói Finnsson og Svala Hreinsdóttir sitja fundinn undir þessum lið.

4.Ferðamál á Akranesi

1506116

Tillaga um aukinn opnunartíma í Akranesvita.
Bæjarráð fagnar þeirri aukningu sem orðið hefur á heimsóknum ferðamanna í Akranesvita og heimilar bæjarstjóra að ganga til viðræðna við umsjónarmann vitans um lengdan opnunartíma. Um er að ræða tilraunaverkefni til ársloka 2017.

5.Aðalskip. - Tjaldsvæði í Kalmansvík

1607032

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að skipulagslýsing fyrir Tjaldsvæði í Kalmansvík verði sendi umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar að skipulagslýsing fyrir Tjaldsvæði í Kalmansvík verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Vallholt 1, endurnýjun lóðarleigusamnings

1601050

Beiðni lóðarhafa Vallholti 1 um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Vallholts 1 miðað við fyrliggjandi deiliskipulag.

Jafnframt felur ráðið bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi vegna lóðanna Vallholt 3 og 3a í samræmi við umræður á fundinum.

7.Búnaðar- og áhaldakaup 2016 (tækjakaupasjóður)

1512119

Umsókn Grundaskóla og Brekkubæjarskóla í tækjakaupasjóð Akraneskaupstaðar vegna kaupa á tölvum, spjaldtölvum og skjávörpum samtals kr. 1.800.000 á hvorn skóla.
Vilborg Þ. Guðjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að úthluta samtals kr. 1.250.000 á hvorn skóla til endurnýjunar á tölvubúnaði.

Upphæðinni skal ráðstafað af liðnum 20830-4660 viðhald áhalda/tækjakaupasjóður.

8.Auglýsingaskilti við Hvalfjarðargöng

1605174

Bókun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar lögð fram til kynningar um auglýsingaskilti við Hvalfjarðargöng.
Bæjarráð Akraness telur mikilvægt að Akraneskaupstaður fái heimild til að kynna bæjarfélagið og nota til þess það auglýsingastæði sem þegar er til staðar við Hvalfjarðargöng. Bæjarráð vísar málinu til meðferðar skipulags- og umhverfissviðs með það í huga að ná samkomulagi við Umhverfisstofnun og Hvalfjarðarsveit um uppsetningu upplýsingaskiltis.

9.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts v/ aðila með starfsemi í menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmálum.

1604165

Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts vegna aðila með starfsemi í menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda-eða mannaúðarmála vegna ársins 2016 lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir reglurnar sem eru óbreyttar frá 2015.

10.Fjallskil - framfylgd ákvæða í lögum

1608039

Ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00