Fara í efni  

Bæjarráð

3279. fundur 28. apríl 2016 kl. 16:30 - 18:36 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson
 • Anna Lára Steindal varaáheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Valdís Eyjólfsdóttir, varaformaður stýrir fundi.

1.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd

1601010

27. fundargerð menningar- og safnamála frá 19. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

1601444

449. mál um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.
638. mál um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
728. mál um frumvarp til laga um útlendinga.
Lagt fram.

Bæjarráð fagnar að vegbætur á Vesturlandsvegi um Kjalarnesi séu komnar á samgönguáætlun en telur að fjármagn það sem ætlað er til verkefnisins marki einungis upphaf þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að tryggja umferðaröryggi á vegkaflanum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um vegbætur á Vesturlandsvegi um Kjalarnes í samanburði við aðra stofnvegi til Reykjavíkur.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Endurskoðuð fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2016.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem felur í sér samtals 512,9 mkr. í framkvæmdir á árinu 2016 eða hækkun um samtals 75.5 mkr. frá áður samþykktri áætlun. Áætluninni er vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Fjárveiting vegna hækkunar á gjaldfærðum framkvæmdum um 1 mkr., verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

4.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Endurskoðuð launaáætlun og lífeyrisskuldbinding vegna ársins 2016.
Vegna kjarasamninga Bandalags háskólamanna (BHM) sem samþykktir voru í apríl síðastliðinn, er nauðsynlegt að áhrif þeirri verði metin og fjárhagsáætlun endurskoðuð með tilliti til þeirra breytinga sem augljóslega verða á launáætlun og áætluðum lífeyrisskuldbindingum.

Undirbúningur þessa er þegar hafin á stjórnsýslu- og fjármálasviði og verða gögn lögð fyrir bæjarráð svo fljótt sem verða má.

5.Heimasíða FEBAN - styrkbeiðni

1604204

Styrkbeiðni frá FEBAN, félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni, þar sem óskað er eftir styrk vegna nýrrar heimasíðu félagsins.
Bæjarráð fagnar framtaki FEBAN og veitir styrk að fjárhæð kr. 150.000 til stuðnings verkefninu. Einnig er tekið vel í beiðni félagsins um aðstoð frá Akraneskaupstað fyrsta rekstrarár heimasíðunnar og bæjarstjóra falið að útfæra þann þátt nánar.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

6.Stuðningsfulltrúar í grunnskólum

1604219

Erindi skóla- og frístundasviðs þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni vegna ráðningar stuðningsfulltrúa frá 1. maí og út skólaárið.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fjármununum, samtals kr. 420.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

7.Heimild til ráðningu leikskólakennara

1604226

Erindi skóla- og frístundasviðs þar sem óskað er heimildar til ráðningar leikskólakennara í leikskólanum Vallarseli.
Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og frístundaráðs til frekari umfjöllunar.

8.Galito, Stillholti 16-18 - rekstrarleyfi

1604197

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Galito slf. um rekstrarleyfi til áframhaldandi reksturs veitingastaðar í flokki III, veitingahús, veisluþjónusta og veitingaverslun, sem reka á að Stillholti 16-18, Akranesi.
Afgreiðsla sviðsstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

9.Gamla Kaupfélagið, Kirkjubraut 11 - rekstrarleyfi

1604189

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Veislur og viðburðir ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, veitingahús, veisluþjónusta og veitingaverslun, sem reka á að Kirkjubraut 11, Akranesi.
Afgreiðsla sviðsstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

10.Kirkjuhvoll, Merkigerði 7 - rekstrarleyfi

1604190

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar EIH ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, gistiheimili, sem reka á í Kirkjuhvoli að Merkigerði 7, Akranesi.
Afgreiðsla sviðsstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

11.Akrafjall - gönguleiðir

1604059

Öryggismál o.fl. vegna umferðar almennings um Akrafjall og næsta nágrenni.
Lagt fram.

12.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - arður 2015

1604164

Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015 en ákveðið var á aðalfundi LS að greiða samtals kr. 523 mkr. í arð til hluthafa.
Lagt fram.

13.Sorpurðun Vesturlands - arðgreiðsla

1604178

Arðgreiðsla frá Sorpurðun Vesturlands hf vegna ársins 2015 en ákveðið var á aðalfundi Sorpurðunar að greiða um 20% arðgreiðslu til hluthafa.
Lagt fram.

14.Útsvarsprósenta við álagningu 2016 - staðfesting

1604144

Beiðni Ríkisskattstjóra um staðfestingu á útsvarsprósentu Akraneskaupstaðar við álagningu 2016 á tekjur ársins 2015.
Lagt fram.

15.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2016 og ársreikningar

1602269

Aðalfundur Faxaflóahafna verður haldinn miðvikudaginn 25. maí nk. Fundurinn fer fram í fundarsal 3. hæðar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17 og hefst kl. 15.
Regína Ásvaldsdóttir fer á aðalfundinn f.h. Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 18:36.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00