Fara í efni  

Bæjarráð

3274. fundur 11. febrúar 2016 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1602030

132. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 27. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016 - stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

1601427

1. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar frá 19. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd

1601010

23. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

5.Handbært fé 2016 - tillögur að fjárfestingu

1602049

Sviðsmyndir um mismunandi ráðstöfun á handbæru fé á árinu 2016.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

6.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

1511324

Drög að samantekt um lífeyrisskuldbindingar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða.
Lagt fram.

7.Saga Akraness - þrotabú Uppheima ehf.

1512242

Erindi skiptastjóra þrotabús Uppheima ehf. varðandi bókakaup.
Bæjarráð felur bæjarstjóri að árétta fyrra tilboð til þrotabúsins.

Fjárhæðinni, kr. 500.000, ef um semst verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

8.Starf skólastjóra í Grundaskóla

1602104

Erindi skóla- og frístundaráðs vegna auglýsingar og ráðningar á stöðu skólastjóra við Grundaskóla.
Bæjarráð samþykkir erindi skóla- og frístundaráðs þar sem lagt er til að ráðningastofan Capacent annist úrvinnslu umsókna. Tengiliðir við Capacent verða Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Gíslason ráðgjafi. Ennfremur samþykkir bæjarráð kostnað vegna auglýsingar.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

9.Vallarsel - athugasemdir vegna lóðar

1601447

Erindi foreldraráðs Vallarsels um ástand garðsins umhverfis leikskólann.
Bæjarráð þakkar ábendinguna og unnið er að lausn málsins í samvinnu við leikskólastjóra Vallarsels.

10.Suðurgata 64

1505065

Framtíðarlausn á lóð við Suðurgötu 64.
Bæjarráð samþykkir að gera verðkönnun um niðurrif á Suðurgötu 64. Ennfremur felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við Starfsmannfélag Reykjavíkurborgar um kaup á Suðurgötu 62.

Bæjarráð óskar eftir að skipulags- og umhverfisráð komi með tillögu að bráðabirgðalausn um ásýnd svæðisins m.a. með tilliti til skjóls á Akratorgi.

11.Grundartangi - þróunarfélag

1601412

Erindi byggðarráðs Borgarbyggðar frá 4. febrúar sl. um stofnun Þróunarfélags Grundartanga.
Lagt fram.

12.Kjarasamningar VLFA

1601445

Samkomulag við Verkalýðsfélag Akraness.
Bæjarráð samþykkir samkomulag við VLFA í tengslum við nýgerða kjarasamninga félagsins við Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samkomulagið tekur til tímabilins 1. maí 2015 til 31. desember 2015 og tryggir félagsmönnum VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað sömu kjör og aðrir starfsmenn Akraneskaupstaðar hafa fengið samkvæmt kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir sama tímabil.

13.Fræðsluferð fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi og embættismenn vorið 2016

1602109

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hefur skipulagt fræðsluferð til Noregs dagana 24. til 28. apríl næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að í ferðina fari tveir fulltrúar úr bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00