Fara í efni  

Bæjarráð

3131. fundur 10. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld

1010036

Framkvæmdastjóri Skipulags- og umferðastofu Þorvaldur Vestmann mætti til viðræðna.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Andrés Ólafsson, fjármálastjóri mætir til viðræðna.

Farið var yfir ýmsa þætti sem snúa að fjárhagsáætlun 2012. Ákveðið að næsti fundur um fjárhagsáætlun verði haldinn á sunnudaginn kl. 17:00.

3.Starf verkefnastjóra um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum

1103130

Bréf starfshóps um atvinnumál dags. 9. nóvember 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð að framlengja ráðningu verkefnastjóra í atvinnumálum út kjörtímabilið í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012. Atvinnumálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tímabundna ráðningu verkefnastjóra fram til áramóta.

Bæjarráð samþykkir framlengingu á ráðningu verkefnastjóra í atvinnumálum út árið 2011. Erindinu að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2012.

4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 31. október 2011, ásamt rekstrarniðurstöðum janúar - september 2011.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 9 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 9,3 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 72,3 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 128,5 millj. kr. á móti áætluðum hagnaði sem nemur 20,3 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 36,3 millj. kr á móti áætlun 65,1 millj. kr. tekjum, en 155,7 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 4,4 millj. kr. hagnaði í fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

5.Fimleikafélag Akraness - búnaðarkaup

1109010

Tölvupóstur FIMA dags. 28 október 2011. Færir félagið bæjaryfirvöldum þakkir fyrir stuðning við áhaldakaup fyrr á árinu.

Lagt fram.

6.Ráðningamál v/kennara í Brekkubæjarskóla

1009154

Samkomulag við Kristínu Frímannsdóttur um bætur v/stjórnsýslukæru um ráðningamál í Brekkubæjarskóla. Um er að ræða bætur til Kristínar að fjárhæð 1,655 m.kr. vegna tekjutaps.

Bæjarráð samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

7.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur

1001061

Drög að samningi við Golfklúbbinn Leyni um byggingu vélaskemmu. Samningurinn gerir ráð fyrir að GL byggi 504m2 skemmu á Garðavelli og að þátttaka Akraneskaupstaðar í byggingarkostnaði verði 20 m.kr.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Brekkubæjarskóli - aðkoma að skólastjórn og starfsmannamálum

1107106

Bréf Hrannar Eggertsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar dags. 3. nóvember 2011.

Lagt fram.

9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

1111069

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 2. nóvember 2011 þar sem gert er grein fyrir endurskoðun fjárhagsáætlunar HEV fyrir árið 2011. Áætlaður halli er 455 þús. kr og ójafnað eigið fé frá fyrri árum er um 2,7 m.kr. sem lagt er til að innheimt verði hjá sveitarfélögunum á þremur árum, 2011 - 2013.

Afgreiðslu frestað.

10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun 2012

1111070

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 2. nóvember 2011 þar sem greint er frá samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og gjaldskrá. Óskað er staðfestingar á áætluninni og gjaldskránni eða athugasemdum fyrir 24. nóvember 2011.

Afgreiðslu frestað.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fyrirspurn um fráveitumál

1111071

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þar sem gerð er fyrirspurn um fráveitumál sveitarfélagsins. Óskað er eftir upplýsingum og aðgerðaráætlun vegna úrbóta í fraveitumálum. Heilbrigðisnefnd hvetur jafnframt sveitarfélögin á Vesturlandi að standa þannig að frágangi og uppbyggingu fráveitna að þær séu í samræmi við lög og reglur þar um.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn Orkuveitu Reykjavíkur á málinu.

12.SSV - spurningalisti til sveitarfélaga

1111075

Tölvupóstur Torfa Jóhannssonar f.h. SSV - Þróun og ráðgjöf dags. 9.11.2011 ásamt spurningalista.

Frestað til næsta fundar.

13.Jólaskreytingar á vegum Akraneskaupstaðar

1011111

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 10. nóvember 2011, þar sem óskað er viðbótar fjárveitingar vegna jólaskreytinga árið 2011 að fjárhæð 2,1 millj. kr.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, og leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveitingu að fjárhæð 2,1 m.kr verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

14.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

13. fundargerð starfshóps um framkvæmdasamninga við félagasamtök frá 31. október 2011.

Lögð fram.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

790. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. október 2011.

Lögð fram.

16.Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga 2011

1111028

Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga frá 5. október 2011.

Lögð fram.

17.Fundargerð samráðsfundar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka svei

1111027

Fundargerð samráðsfundar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga frá 14. október 2011.

Lögð fram.

18.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

1107002

101. fundargerð heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 31. október 2011.

Lögð fram.

19.Starfshópur um atvinnumál - 12

1111009

12. fundur starfshóps um atvinnumál frá 9. nóvember 2011.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00