Fara í efni  

Bæjarráð

3196. fundur 11. september 2013 kl. 16:00 - 16:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Guðmundur Þór Valsson varamaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings frá janúar - júlí 2013, ásamt skýringum deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 6. september 2013. Sigmundur Ámundason, deildarstjóri bóhaldsdeildar, mætti á fundinn.

Lögð fram.

2.Birkiskógar 6/Seljuskógar 16, umsókn um lóðaskipti.

1309032

Umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 5. september 2013, við erindi Kristrúnar Marteinsdóttur og Theodórs F. Hervarssonar dags. 4. september 2103 um að fá að skipta á lóðinni við Seljuskóga númer 16 og fá í staðinn lóðina við Birkiskóga númer 6.
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur samþykkt beiðnina með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir samþykkt umhverfis- og framkvæmdasviðs.

3.Hafnarbraut 3 / HB Grandi - fyrirspurn

1309027

Erindi Ketils Más Björnssonar dags. 3. september 2013, þar sem gerð er athugasemd við vélbúnað og steypublokkir sem standa á þaki Hafnarbrautar 3.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs til frekari vinnslu.

4.Garðaholt 3 - eldsmiðja við Byggðasafnið að Görðum

1207066

Beiðni forstöðumanns Byggðasafnsins að Görðum dags. 27. ágúst 2013, um niðurfellingu gatnagerðar- og þjónustugjalda vegna byggingar eldsmiðju við Byggðasafnið að Görðum.

Bæjarráð samþykkir framlag að fjárhæð kr. 816.000 til Byggðasafnsins vegna gatnagerðar- og þjónustugjalda vegna eldsmiðju sem byggð var á Safnasvæðinu Görðum í tilefni af Norðurlandameistarmóti í eldsmíði 2013.

5.Fasteignagjöld 2013 - umsóknir félaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts

1302195

Oddfellowreglan sótti um styrkveitingu 14. mars sl. en var hafnað af bæjarráði 14. júní sl. þar sem ekki fylgdi með ársreikningur eins og áskilið er í 5. gr. reglna Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatt frá árinu 2011 sbr. greinargerð fjármálastjóra frá 4. júní sl.
Oddfellowreglan áréttaði fyrri umsókn sína, skilaði ársreikningi þann 30. ágúst sl og uppfyllir þannig öll skilyrði reglnanna.

Bæjarráð samþykkir umsókn Oddfellowreglunnar á Akranesi um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 525.228 eða 80% af álögðum fasteignaskatti að fjárhæð kr. 656.353.
Fjárhæðinni er ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

6.OR - Verklag varðandi samskipti við eigendur um fjármálagerninga

1309018

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2013, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 29. ágúst s.l. um verklag varðandi samskipti við eigendur um fjármálagerninga.
Óskað er eftir staðfestingu eigenda á samþykktinni.

Bæjarráð staðfestir samþykkt Orkuveitu Reykjavíkur.

7.OR - Hellisheiðarvirkjun, tenging við borholur í Hverahlíð

1309019

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2013, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á tillögu um tengingu Hellisheiðarvirkjunar við borholur í Hverahlíð.
Óskað er eftir staðfestingu eigenda á samþykktinni.

Bæjarráð staðfestir samþykkt Orkuveitu Reykjavíkur.

8.Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur

1302217

Tilkynning Óbyggðanefndar dags. 27. ágúst 2013, um framlengdan frest til 15. október 2013, til að lýsa þjóðlendukröfum á svokölluðu svæði 8 vestur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs til frekari vinnslu.

9.Starfshópur um skólamál 2013

1211114

Á 3191. bæjarráðsfundi þann 14. júní sl. kom Hörður Helgason, formaður starfshóps um skólamál og kynnti fyrir fulltrúum bæjarráðs skýrslu um húsnæðismál grunnskóla.

Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslu starfshóps um skólamál 2013 sem fjallar um húsnæðismál grunnskóla, til fjölskylduráðs til frekari umfjöllunar og til framkvæmdaráðs til kynningar.

10.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

1309058

1. sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 2. október 2013 og hefst hann kl. 14:00.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akraneskaupstaðar á fundinum.

11.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013

1309097

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli við Suðurlandsbraut, 3. og 4. október 2013.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum verði eftirtaldir: Bæjarráð, bæjarstjóri, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóri.

12.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

Erindisbréf starfshóps um gerð jafnréttisstefnu og mannréttindastefnu lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfin.

13.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

7., 8. og 9. fundargerð starfshóps um gerð jafnréttisstefnu frá 12. júní, 21. og 28. ágúst 2013.

Lagðar fram.

14.Menningarmálanefnd - 6

1309001

6. fundargerð Menningarmálanefndar frá 3. september 2013.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00