Fara í efni  

Bæjarráð

3038. fundur 09. júní 2009 kl. 16:30 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Hvalfjarðarsveit - aðalskipulag

904138

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 26.05.2009, varðandi drög að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

Bæjarráð staðfestir athugasemdir skipulags- og umhverfisnefndar Akraness.

2.Gatnagerðagjöld - gjaldfrestur.

906031

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 03.06.2009, varðandi gjaldfrest gatnagerðagjalda.Bæjarráð fellst á tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu og miðar tímann sem gjaldfrestur er veittur við 3 ár. Greiða þarf öll tengigjöld af lóðum.

3.Slökkviliðið - varðveisla gamalla bíla.

906058

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 04.06.2009, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að afhenda ÞÞÞ gamla bifreið af gerðinni Mac, árgerð 1947, til varðveislu og endurgerðar í upphaflega mynd.
Bæjarráð heimilar afhendingu ökutækisins skv. beiðni framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.

4.Fjárhagsáætlun 2009

901179

Yfirlit yfir greidda staðgreiðslu til Akraneskaupstaðar.

Yfirlitið lagt fram.

5.Bókasafn - Dalbraut 1.

902126

Bréf Bjarna Jónssonar, barst í tölvupósti dags. 08.06.2009, varðandi dagsetningu afhendingar bókasafnsins að Dalbraut 1.


Bæjarráð fellst á að óviðráðanlegar ástæður valdi frestun afhendingar bókasafnsins og því er staðfestur afhendingardagur þann 3. júlí 2009.

6.Banka- og tölvuþjónusta - útboð

906033
Bæjarráð Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa útboð banka- og tölvuþjónustu. Tillaga þar að lútandi liggi fyrir þannig að útboð geti farið fram fyrir áramót 2009-2010.

7.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.

811073

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 29.05.2009. Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 69/2008 Kalmansvík ehf. gegn Akraneskaupstað sem kveðinn var upp 27. maí 2009. Niðurstaða ráðuneytisins var að vísa málinu frá.


Lagt fram.

8.Skagaver - uppgjör framkvæmda.

903119

Svarbréf Landslaga ehf., dags. 26.05.2009, fh. Akraneskaupstaðar vegna kröfu Skagavers varðandi lóðina að Miðbæ 3.(sjá fylgiskjöl sem send voru með síðasta fundarboði bæjarráðs.)


Bæjarráð staðfestir niðurstöðu lögmanns Landslaga.

9.Stillholt 21 - bygging fjölbýlishúss.

904141

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Skagatorgs ehf. um frestun framkvæmda fjölbýlishúss að Stillholti 21.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn eins og hann liggur fyrir.

10.Sumarhús til flutnings.

906060

Kauptilboð í sumarhús til flutnings, dags. 29.05.2009.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að ganga frá sölunni.

11.Saga Akraness - ritun sögu Akraness.

906053

Bréf Jóns Gunnlaugssonar, barst í tölvupósti dags. 05.06.2009, varðandi tillögur um framgang við ritun sögu Akraness.

Bæjarráð samþykkir að sögunefndin verði kvödd til fundar við bæjarstjórn þann 16. júní nk. að afloknum bæjarstjórnarfundi.

12.Styrktarsjóður EBÍ 2009.

906054

Bréf Eignarhaldsfélags Brunarbótafélags Íslands, dags. 28.05.2009. Óskað er eftir umsóknum um styrk vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga. Umsóknir skal senda fyrir ágústlok nk.


Bæjarráð felur verkefnastjóra Akranesstofu að sækja um styrk samkvæmt skilmálum EBÍ.

13.Kosningar - rafrænar - tilraunaverkefni

906055

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 28.05.2009, kynning á tilraunaverkefni um rafrænar kosningar að hluta eða að öllu leyti í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningum sem verða í maí 2010.
Akraneskaupstaður svarar þessu erindi með því að lýsa sig reiðubúinn til að koma að þessu tilraunaverkefni og vera með í verkefnishóp þar að lútandi.

14.Sóttvarnarsvæði - breyting á varnarlínum.

905102

Afrit af bréfi oddvita Skorradalshrepps til Matvælastofnunar, dags. 22.05.2009, varðandi beiðni um fund varðandi sauðfjárveikigirðingu. Meðfylgjandi er bréf Matvælastofnunar til Skorradalshrepps, dags. 28.04.2009.
Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að sitja fundinn.

15.OR - Starfshópur eigenda.

905112

Bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 19.05.2009, varðandi tillögu um að setja á fót starfshóp sem hafi það hlutverk að gera tillögu um þá uppskiptingu fyrirtækisins, sem nauðsynleg er vegna nýlegrar lagasetningar, jafnframt að yfirfara lög Orkuveitu Reykjavíkur nr. 139/22001 og sameignarsamning eigenda.
Lagt fram.

16.Viðhald vega.

906021

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.05.2009, varðandi samkomulag við Vegagerðina og auknar skyldur sveitarfélaga með nýjum vegalögum nr. 80/2007 sem tóku gildi 1. janúar 2008.Bæjarráð Akraness tekur undir samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga.

17.Skólahreysti - styrkbeiðni.

905118

Bréf Icefitness ehf., dags. í maí 2009. Þakkaður er stuðningur við Skólahreysti 2008 og jafnframt er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi að upphæð kr. 50.000.-.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

18.Snorraverkefnið

811151

Bréf verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, barst í tölvupósti dags.04.06.2009, þar sem óskað er eftir styrk til Snorraverkefnisins fyrir eina stúlku sem kemur frá Edmonton.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

19.Styrkbeiðni vegna tónlistarnáms.

905100

Umsókn Birnu Bjarkar Sigurgeirsdóttur, mótt. dags. 26.05.2009, um styrk til tónlistarnáms árið 2009-2010 í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

20.Styrkbeiðni - rekstrarstyrkur fyrir motorcrossbraut.

906022

Bréf Vélhjólaíþróttafélags Akraness, dags. 29.05.2009, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2009
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

21.Efnahagsmál

810118

Yfirlit yfir það sem fram fór á fundi starfshóps aðila vinnumarkaðarins um efnahags- og atvinnumál 4. júní 2009.

Lagt fram.

22.Heiðarbraut 40, lóðaleigusamningur ofl.

903053

Afsal af Heiðarbraut 40 til kynningar í bæjarráði


Lagt fram til kynningar.

23.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Dagskrá 1076. fundar bæjarstjórnar 16. júní 2009.Lögð fram.

24.Aðalfundarboð OR.

906019

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 26.5.2009. Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2009 að Bæjarhálsi 1.Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

25.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 09.06.2009, varðandi tilboð eigenda fasteignanna 93, 97, 101 og 103.


Bæjarráð hafnar tilboðunum.

26.Styrkir til afreksmanna.

906071

Bæjarráð samþykkir að veita styrk samtals að fjárhæð kr. 300.000 vegna afreka ungmenna í íþróttum:


Valdís Þóra Jónsdóttir, fyrir árangur í golfi - kr. 100.000


Inga Elín Cryer, fyrir árangur í sundi - kr. 100.000


Ingólfur Eðvarðsson, vegna þátttöku í alþjóðlegri stærðfræðikeppni - kr. 100.000


Styrkurinn er fjármagnaður með hluta þeirrar upphæðar sem gert er ráð fyrir í afrekssjóði í fjárhagsáætlun ársins 2009.

27.Atvinnuátaksverkefni.

906073

Til viðræðna mætti Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu.

Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að kanna málið frekar.

28.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur fundargerð 62. Fundar stjórnar Faxaflóahafna frá 05.06.2009.

Lögð fram.

29.OR - Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

906056

Fyrir fundinum liggur fundargerð 108. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.


Lögð fram.

30.Samstarfsnefnd - fundargerðir 2009.

905012

Fyrir fundinum liggur fundargerð 143. fundar samstarfsnefndar frá 08.06.2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

31.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur fundargerð 9. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.06.2009.

Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00