Fara í efni  

Bæjarráð

3021. fundur 06. nóvember 2008 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Stjórnskipulagsbreytingar

810133

Stjórnskipulag 2009. Erindisbréf ráða, framkvæmdastjóra ásamt starfsskyldum stjórnenda.Bæjarráð samþykkir að fela stýrihópi um stjórnskipulag að kynna fyrir bæjarstjórn, á sérstökum fundi, tillögurnar og að því loknu verði stjórnskipulagsbreytingum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Sólmundarhöfði 2

810183

Bréf skipulags- og byggingarnefndar, dags. 4.11.2008, varðandi framtíð húsa að Sólmundarhöfða 2.
Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að fram fari umfjöllum Húsfriðunarnefndar um íbúðarhúsið. Bæjarráð leggur þó áherslu á að girðingabrot og skúrar á umræddri lóð verði fjarlægðir hið fyrsta.

3.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.

811012

Bréf bæjarritara, dags. 4.11.2008 varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.

Bæjarráð fjallaði um endurskoðun fjárhagsáætlunar og samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögur fyrir sitt leyti. Bæjaráð lýsir áhyggjum af því efnahagsástandi sem skapast hefur. Bæjarráð sem ákvað frestun vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2009 samþykkir að lögð verði fram áætlun með grunnatriðum án fjárfestingahugmynda og án tillögu um verðlagsbreytingar, gert verði ráð fyrir launabreytingum.

4.Umsjón og eftirlit með slökkvitækjum í fasteignum Akraneskaupstaðar.

811026Bæjarstjóra er falið að gera samkomulag við Eldvörn ehf. um eftirlit með slökkvitækjum og viðhald þeirra í fasteignum Akraneskaupstaðar. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu.

5.Sigurður Mikael Jónsson - Afsögn úr nefndum vegna brottflutnings úr bæjarfélaginu.

811021

Bréf Sigurðar Mikaels Jónssonar, barst í tölvupósti dags. 4.11.2008, varðandi beiðni um lausn undan skyldum sem varabæjarfulltrúa Vinstri grænna í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar. Lætur einnig af varamennsku í umhverfisnefnd og aðalmennsku í fulltúarráði FVA.Rún gerði það að tillögu sinni að tilnefna Höllu Ingibjörgu Guðmundsdóttur sem kjörin varamann í bæjarráð, ásamt því að tilnefna Hjördísi Garðarsdóttur, sem fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, í Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands sem aðalmann en Önnu Björgvinsdóttur til vara og Ragnheiði Kristjánsdóttur sem varamann í umhverfisnefnd í stað Sigurðar Mikaels Jónssonar. Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Bæjarráð þakkar Sigurði fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum.

6.Efnahagsmál

810118

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, barst í tölvupósti dags. 4.11.2008. Minnispunktar frá samráðsfundi SA, ASÍ ofl. sem haldin var 3. nóvember sl., vegna fjármálakreppu.
Lagt fram.

7.Menningarráð Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2009.

811022

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 3.11.2008, varðandi fjárhagsáætlun 2009. Menningarráð hefur nú þegar auglýst eftir styrkumsóknum. Áætlað er að úthluta styrkjum að upphæð kr. 26,5 milljónir árið 2009.Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Menningaráðs til afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar. Áætlaður hlutur Akraneskaupstaðar er um 5,3 milljónir króna.

8.Óbyggðanefnd - næstu svæði hjá Óbyggðanefnd.

810178

Bréf Óbyggðanefndar, dags. 28.10.2008, varðandi næstu svæði hjá nefndinni. Fjallað er um svæði 7a og b og svæði 8. Svæði 8 tekur til sveitarfélaga í fyrrum Húnavatnssýslu, vestan Blöndu, og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu auk Langjökuls.Lagt fram. Bæjarstjóra falið að gæta hagsmuna Akraneskaupstaðar í samráði við verkefnastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi um óbyggðamál, varðandi landareign (land Fitjakirkju) sem var keypt 1929. ( 3000ha.+)

9.Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2009.

810180

Bréf Samtaka um kvennaathvarf, dags. okt. 2008, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2009 að upphæð kr. 200.000.-Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar 2009.

10.Ungmennafélag Íslands - tillaga 14 samþykkt á 36. sambandsráðsfundi UMFÍ.

811009

UMFÍ hvetur sveitarfélög til þess að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu nú á viðsjárverðum tímum. Starf sambandsaðila UMFÍ er ein af grunnstoðum hvers samfélags og nú sem aldrei fyrr þurfa sveitarstjórnir að koma með myndarlegum hætti að rekstri þeirra til að tryggja hið mikilvæga starf sem unnið er innan þeirra raða.


Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og forvarnarnefndar.

11.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008.

810065

Fundargerð 66. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 3.11.2008 liggur fyrir.

Lagt fram

12.Fundargerð starfshóps um fiskveiðiheimildir.

811011

Fundargerð 1. fundar starfshóps um fiskveiðiheimildir - einnig tillaga að bókun sem starfshópnum var falið að gera um fiskveiðimál liggur fyrir.


Lagt fram.

13.Fundargerðir stýrihóps um stjórnskipulag

810077

Fundargerðir 23., 24., 25., 26., 27. og 28. funda stýrihóps um stjórnskipulag frá 13.10., 22.10., 24.10., 29.10., 2.11. og 3.11.2008 liggja fyrir.

Lagðar fram.

14.Fundargerðir starfshóps um verkefnið ?Viskubrunnur í Álfalundi" árið 2008.

810078

Fundargerðir 1., 2. og 3. funda starfshóps um ?Viskubrunn í Álfalundi" frá 6.10., 9.10. og 13.10.2008 liggja fyrir.

Lagðar fram.

15.Fundargerðir Unglingaráðs Akraness 2008.

811020

Fundargerð 18. fundar Unglingaráðs Akraness frá 29.10.2008 liggur fyrir.

Lögð fram.

16.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands árið 2008

810036

Fundargerð 27. fundar Menningarráðs Vesturlands frá 29.10.2008 liggur fyrir.

Lögð fram.

17.Viðræður við félagsmálaráð

811032

Á fundinn mættu til viðræðna félagsmálaráð ásamt starfsmönnum fjölskyldusviðs.


Rætt um ýmis mál tengd starfsemi fjölskyldusviðs. Bæjarritara, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og formanni félagsmálaráðs falið að vinna áfram að málum og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00