Fara í efni  

Bæjarráð

3023. fundur 03. desember 2008 kl. 17:30 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Greinagerð starfshóps um Viskubrunn í Álfalundi.

812029




Bæjarráð óskar eftir áætlun um verkferli, tímaáætlun og fjármögnun vegna verksins. Bæjarráð þakkar góða og vel skilgreinda vinnu starfshópsins og felur honum að halda áfram með verkið. Á fundinn mætti til viðræðna þau Þorgeir Jósefsson, Tómas Guðmundsson og Vilborg Guðbjartsdóttir.

2.Erindisbréf Akranesstofu.

812028

Bréf verkefnisstjóra Akranesstofu, dags. 1.12.2008, varðandi drög að erindisbréfi Akranesstofu.


Bæjarráð samþykkir erindið eins og það er lagt fram.

3.Stofnun stýrihóps um forvarnarstefnu fyrir Akraneskaupstað.

812024

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, þar sem óskað er eftir stofnun stýrihóps sem móta mun forvarnarstefnu fyrir Akraneskaupstað.


Bréfið lagt fram.

4.Stjórnskipulagsbreytingar

810133

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, þar sem óskað er eftir að stýrihópurinn kynni fyrirhugaðar breytingar fyrir nefndinni.

Bæjarráð felur stýrihópi að kynna breytingar nefnda fyrir viðkomandi aðilum.

5.Samningur við Keilufélagið.

812023

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, varðandi drög að nýjum samningi milli Akraneskaupstaðar og Keilufélagsins. Nefndin styður framkomin samningsdrög og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.


Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

6.KSÍ - Fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands.

810151

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, varðandi aukið framlag KSÍ til barna- og unglingastarfs.

Lagt fram.

7.Fótboltaæfingar fyrir fatlaða einstaklinga.

810061

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, varðandi styrk til að bjóða fötluðum einstaklingum upp á knattspyrnuæfingar. Nefndin beinir því til bæjarráðs að veittur verði styrkur til þriggja mánaða og að KFÍA skili inn skýrslu um hvernig til tekst.


Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.- vegna verkefnisins og óskar greinargerðar um framkvæmd þess.

8.Samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga vegna efnahagsástandsins.

811090

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 2.12.2008. Bréf ÍSÍ var lagt fram fyrir nefndinni.

Lagt fram.

9.Ungmennafélag Íslands - tillaga 14 samþykkt á 36. sambandsráðsfundi UMFÍ.

811009

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags.1.12.2008, fram kemur að nefndin tekur undir bréf Ungmennafélags Íslands frá 29.11.2008 og hvetur jafnframt íþrótta- og tómstundafélög að standa vörð um félagsmenn sína svo ástandið sem ríkir núna ýti ekki undir brottföll úr tómstundum.

Lagt fram.

10.Bandalag íslenskra skáta - Umsókn um styrk vegna skátamóts(Roverway) sem haldið verður árið 2009.

810157

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, varðandi styrkbeiðni Bandalags íslenskra skáta. Nefndin leggur til að veita styrk í formi gjaldfrjálsrar gistingar, aðgengi að söfnum og sundlaug án endurgjalds. Einnig er lagt til að deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarnefndar verði tengiliður við Bandalag ísl. skáta.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

11.Umsóknir um styrki til æfinga- og keppnisferða.

810154

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 1.12.2008, varðandi umsögn vegna umsókna um styrki til æfinga- og keppnisferða.

Lagt fram.

12.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2008.

810107

Lánsfjárhæð er íslenskar krónur 500.000.000.- fimmhundruð milljónir- til 16 ára. Fjárhæðin breytist í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunnvísitölu í desember 2008 sem er 322,3 stig.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun: ?Akraneskaupstaður samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 500.000.000.- kr. til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til byggingar leikskóla og bóka- og skjalasafns, sbr. 3. gr. laga ums tofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, kt. 270754-3929, bæjarritara, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

13.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum

810089

Bréf bæjarritara, dags. 26.11.2008. Skipulagsskrá Byggðasafnsins vísað úr bæjarstjórn í bæjarráð til nánari umfjöllunar.



Á fundinn mætti til viðræðna Þorgeir Jósefsson, formaður Akranesstofu. Minnispunktar formanns stjórnar Akranesstofu dags. 2.12.2008 lagðir fram. Afstaða bæjarráðs er sú sama í málinu, umræddar greinar sem gerðar voru athugasemdir við eru óbreyttar frá skipulagsskrá sem sveitarfélögin samþykktu á árinu 2007.

14.Eyrarlundur 2-4-6, tilkynning um úthlutun lóða.

805083

Bréf fulltrúa tækni- og umhverfissviðs, dags. 26.11.2008, varðandi beiðni um skipti á lóðum.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu tækni -og umhverfissviðs.

15.Eignasjóður

812008

Greinargerð umsjónarmanns fasteigna, dags.10.11.2008, með stöðuyfirliti. Umfjöllun umsjónarmanns um stöðu verkefna.

16.Kennitölur úr rekstri A-hluta jan.- okt. 2008.

812012

Lagt fram.

17.Green globe

811100

Bréf Vaxtarsamning Vesturlands, dags. 17.11.2008, varðandi umhverfisvottun Green Globe. Vaxtarsamningur Vesturlands styður verkefnið fjárhagslega.


Lagt fram.

18.Byggðasafnið í Görðum - samningur Akraneskaupstaðar við Landmælingar Íslands.

811137

Bréf Landmælinga Íslands, dags. 21.11.2008, varðandi athugasemdir Landmælinga vegna hugmynda Akranesstofu að breyttu rekstrarfyrirkomulagi Safnasvæðisins í Görðum.

Bæjarráð felur Akranesstofu viðræður við Landmælingar um málið.

19.Skógahverfi 2 og Heiðarbraut/Stekkjarholt - Uppgjör.

812019

Bréf Skóflunnar hf., dags. 30.11.2008, varðandi uppgjör á verkum sem framkvæmd voru á árinu.



Bæjarráð óskar skýringa tæknideildar á málinu og á rökum fyrir tafabótum.


Hver er ástæða fyrir seinkun verks frá 15.maí fram til 15 september.

20.Bjarnalaug

812010

Bréf S.Hermann ehf., ódags, varðandi verð í búnað fyrir Bjarnalaug.


Bæjarráð samþykkir að skipta þegar út biluðum búnaði og samþykkir erindið að fjárhæð kr. 1.421.775.-

21.Minnispunktar frá samráðsfundi SA, ASÍ ofl. í nóvember 2008, vegna fjármálakreppu.

811068

Minnispunktar frá samráðsfundi sambandsins 26.11.2008, ásamt fundargerð frá 7.11.2008.


Lagðir fram.

22.Minnispunktar frá samráðsfundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar 2008.

812025

Minnispunktar af samráðsfundi með ráðherrum 28.11.2008.

Lagðir fram.

23.Fyrirspurn um lóðaúthlutanir

811136

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 18.11.2008, varðandi fyrirspurn Alþingis um úthlutanir lóða og fjölda íbúðabygginga hjá sveitarfélögum.

Tækni -og umhverfissviði falið að svara erindinu.


24.Fyrirspurn frá Alþingi.

812020

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 1.12.2008. Vegna fyrirspurnar frá Alþingi stendur samgönguráðuneytið fyrir óformlegri könnun á fyrirhuguðum framkvæmdum hjá sveitarfélögum á næsta ári.


Bæjarstjórn hefur ekki afgreitt fjárhagsáætlun og því liggur ekki fyrir ákvörðun eða áætlun um framkvæmdir.

25.Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.

811152

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.11.2008, varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiðar og tækjabúnaðar slökkviliða. Umsóknum skal skilað inn fyrir 5. des. nk.

Lagt fram.

26.Styrkbeiðni - ósk um styrk til greiðslu fasteignagjalda.

811155

Bréf Akranesdeildar RKÍ, dags. 27.11.2008, þar sem beðið er um styrk til greiðslu fasteignagjalda að upphæð kr. 150.000.-.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2009.

27.Snorraverkefnið

811151

Bréf stjórnar Snorrasjóðs, dags. 28.11.2008, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við Snorraverkefnið, óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000.-.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

28.Styrkbeiðni- stofnun vefverslunar á Akranesi.

811154

Bréf SagaMedica, dags. 26.11.2008, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við stofnun vefverslunar á Akranesi.


Erindinu vísað til umfjöllunar Atvinnuráðgjafar Vestulands.

29.Ákvörðun um matsskyldu aukinna framleiðsluheimilda Sementsverksmiðjunnar hf.

811141

Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 17.11.2008, varðandi ákvörðun stofnunarinnar um matsskyldu aukinna framleiðsluheimilda Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi.


Lagt fram.

30.Kynningarbæklingur frá verkefnisstjórn (50+)

811146

Bréf Vinnumálastofnunar, dags. 25.11.2008, þar sem kynntur er kynningarbæklingur, sem 7 manna verkefnisstjórn með það meginverkefni að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði, lét gera.

Lagður fram.

31.Ályktun fundar stéttarfélaganna á Akranesi 19.11.2008, fyrir hag heimilanna.

811145

Bréf Alþýðusambands Íslands, dags. 19.11.2008, varðandi ályktun fundar stéttarfélaganna á Akranesi 19. nóv. 2008.

Lögð fram.

32.Aðalfundaboð fyrir tímabilið 1.10.2007-30.9.2008.

812026

Bréf Spalar hf. dags. 27.11.2008, þar sem boðað er til aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. í Skrúðgarðinum, Kirkjubraut 8, miðvikudaginn 10. des. nk. og hefst hann kl. 11:00.

Bæjarstjóra er falið umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

33.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2008

810055

Drög að dagskrá 1065. fundar bæjarstjórnar.

Lögð fram.

34.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008.

810065

Fundargerð 67. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 1.12.2008 liggur fyrir.


Bæjarráð staðfestir byggingarþátt fundargerðarinnar. Rún leggur fram eftirfarandi fyrirspurn f.h. minnihluta bæjarstjórnar:


Þann 1. desember 2008 hafnaði skipulags- og umhverfisnefnd hjá Akraneskaupstað beiðni bæjarstjóra um stöðuleyfi fyrir 90 metra langri brú út í gamla vitanna á Breið. Vegna þessa og fyrri bókana skipulags- og bygginganefndar og umhverisnefndar óskar undirrituð eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um eftirfarandi atriði:


1. Hvert er markmið þess að koma upp 90 m langri brú út í gamla vitann á Breið?


2. Hver er áfallinn kostnaður vegna efniskaupa og smíði þeirrar brúar sem um ræðir og hver er áætlaður heildarkostnaður? Svo virðist sem efnið í brúnna sé þegar komið niður á Breið.


3. Leyfir gildandi deiliskipulag mannvirki af þeirri stærð og því umfangi sem 90 m löng brú er?


4. Hvaða takmarkanir setur svokölluð hverfisvernd á uppsetningu 90 m langrar brúar en svæðið lýtur slíkum takmörkunum samkvæmt nýlegu Aðalskipulagi fyrir bæjarfélagið?


5. Hefur verið kannað hvort mannvirkið standist brimálag og hvað þarf til að svo geti orðið?


6. Hefur bæjarstjóri látið meta sjónræn áhrif mannvirkisins?


7. Hefur bæjarstjóri rætt við fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd vegna þessa máls og fulltrúa í umhverfisnefnd. Báðar þessar nefndir lögðust einróma gegn uppsetningu brúar út í gamla vitann í júlí 2008 með skýrari bókunum.


Þess er óskað að svar við fyrirspurn þessari verði skriflegt.

35.Fundargerðir stýrihóps um stjórnskipulag

810077

Fundargerðir 29., 30. og 31. funda stýrihóps um stjórnskipulag frá 9.11., 20.11 og 22.11.2008, liggja fyrir.
Lagðar fram.

36.Fundargerðir starfshóps um verkefnið ?Viskubrunnur í Álfalundi" árið 2008.

810078

Fundargerðir 4., 5., 6., 7., 8., 9., 10., 11., 12. og 13. fundar frá 15.10., 20.10., 22.10., 27.10., 29.10., 3.11., 6.11., 14.11., 20.11. og 22.11.2008, liggja fyrir.
Lagðar fram.

37.Fundargerðir samráðshóps árið 2008.

811055

Fundargerðir 2., 3. og 4. funda samráðshóps frá 17.11., 26.11. og 1.12.2008 liggja fyrir.

Lagðar fram.

38.Strætómál.

812038

Bréf VSÓ ráðgjafar, dags. 1.12.2008, varðandi kostnaðarmat og kostnaðarskiptingu á akstri milli Borgarbyggðar, Akraneskaupstaðar og Reykjavíkur.


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara og formanni bæjarráðs að ganga til samninga um málið.

39.Beiðni um fjárhagsaðstoð tilv. 0811117.

812027

Bréf félagsmálaráðs, dags. 2.12.2008, trúnaðarmál.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00