Fara í efni  

Bæjarráð

3094. fundur 11. nóvember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Saga Akraness - ritun.

906053

Viðræður við Jón Gunnlaugsson, formann ritnefndar og Gunnlaugur Haraldsson, höfund verksins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu á fyrstu tveimur bindum sögu Akraness. Bæjarráð leggur áherslu á að vandað verði til lokafrágangs og að bækurnar verði í saumuðu bandi.

2.Fráveituframkvæmdir á Akranesi.

1010010

Frestun fráveituframkvæmda hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður við Þorvald Vestmann, framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu.

Bæjarstjóri og Þorvaldur gerðu grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Orkuveitunnar.

Fyrirsjáanlegt er að fráveituframkvæmdum lýkur ekki fyrr en árið 2013. Bæjarráð fellst á framkomnar skýringar.

3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarniðurstaða janúar-september 2010.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 218,5 mkr. á móti áætluðum hagnaði 215,9 mkr. Hagnaður með fjármagnsliðum nemur 343,6 mkr. á móti áætluðum hagnaði 319,3 mkr.

Lagt fram.

4.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans

1010146

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 26. okt. 2010, að vísa drögum að reglunum til frekari umfjöllunar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkti 28. okt. s.l. að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmdastofu að gera tillögu um frekari útfærslu á reglunum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar með áorðnum breytingum verði samþykktar.

- Fundi frestað til mánud. 15. nóv. n.k. kl. 20:30 -

5.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Bréf framkvæmdastjóra framkvæmdastofu, dags. 3. nóvember 2010, þar sem fram kemur að framkvæmdaráð tekur undir tillögur framkvæmdastjóra um viðmiðunarfjárhæðir til viðhaldsmála og beinir því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að þeim fjárhæðum verði við komið í fjárhagsáætlun ársins 2011.
Framkvæmdaráð bendir sérstaklega á hagkvæmni þess að viðhalda mannvirkjum bæjarins í ljósi þess að virðisaukaskattur er endurgreiddur af vinnu iðnaðarmanna auk þess sem það er jákvætt fyrir atvinnulíf í bænum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

6.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Drög að erindisbréf fyrir starfshóp um byggingaframkvæmdir á Akranesi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

7.Starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

1011037

Tilnefning í starfshóp um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Bæjarráð samþykkir tilnefningu Þrastar Þ. Ólafssonar í starfshópinn.

8.Kosningar vegna stjórnlagaþings.

1010030

Tilnefning eins varamanns í yfirkjörstjórn í stað Kristján E. Guðmundssonar (S)

Tilnefndur var Kristinn Hallur Sveinsson (S)

Samþykkt.

9.Erindi félagsmálastjóra

1010133

Bréf félagsmálastjóra, dags. 8. nóvember 2010, um aðstoð vegna húsnæðismála.

Afgreiðslu frestað.

10.Bókakaup - Aukafjárveiting

1011011

Bréf Halldóru Jónsdóttur bæjarbókavarðar, dags. 1. nóvember 2010, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu til bókakaupa að fjárhæð kr.500.000,-

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Bæjarskrifstofur - beiðni um tölvukaup

1011052

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 9. nóv. 2010, þar sem óskað er heimildar til kaupa á 2 tölvum, samtals að fjárhæð kr. 311.828.-

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019

Bréf framkvæmdastjóra framkvæmdastofu, dags. 3. nóvember 2010, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á hjartastuðtækjum í íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar, hvert tæki kostar liðlega kr. 200.000,-
Þá telur framkvæmdaráð æskilegt að leitað verði álits fagaðila um staðsetningu og nauðsyn slíkra tækja í mannvirkjum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastofu að leita álits fagaðila um staðsetningu og nauðsyn hjartastuðtækja í mannvirkjum bæjarins og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að keypt verði tvö hjartastuðtæki sem staðsett verði í íþróttahúsinu við Vesturgötu og íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.

13.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2011 og greinargerð

1011012

Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna fyrir árið 2011 ásamt greinargerð. Óskað er samþykktar eignaraðila.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Fjárbeiðni Stígamóta

1011020

Bréf Þórunnar Þórarinsdóttur, ráðgjafa hjá Stígamótum, dags. 1. nóvember 2010, þar sem óskað er eftir fjárstyrk og einnig gerð grein fyrir meiri fjárþörf samtakanna en áður vegna þess að fjárframlög til Stígamóta hafa dregist saman þegar þörfin er jafnvel brýnni.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

15.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2011.

1011004

Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum 2. nóv. s.l. að vísa umsókn Kvennaathvarfsins til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

16.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

Skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi.

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og óskar jafnframt eftir starfshópurinn kynni á sérstökum fundi niðurstöðu skýrslunnar fyrir bæjarstjórn og aðildarfélögum ÍA.

17.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

Fundargerðir 7. fundar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 28. okt. og 3. nóv. 2010.

Lögð fram.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2010

1007007

Fundargerð 780. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. okt. 2010.

Lögð fram.

19.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1011069

Bréf Anitu Gunnarsdóttur, f.h. mæðrastyrksnefndar á Akranesi, dags. 11. nóv. 2010, þar sem sótt er um styrk til kaupa á frystikistum.

Bæjarráð samþykkir að kaupa tvær frystikistur og afhenda mæðrastyrksnefnd til afnota.

Fjárveitingu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Kosningar vegna stjórnlagaþings.

1010030

Kjörskrá Akraness vegna kosninga til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember n.k.
Á kjörskrá á Akranesi eru 2367 karlar og 2289 konur eða alls 4656.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra undirritun og frágang kjörskrárinnar, sem þarf að leggja fram eigi síðar en 17. nóvember n.k.

21.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Til viðræðna mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00