Fara í efni  

Bæjarráð

3025. fundur 18. desember 2008 kl. 15:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulagsverkefni 2009 - fjárhagsáætlun

812098

Bréf skipulags- og byggingarnefndar, dags. 16.12.2008, varðandi lista sviðsstjóra tækni- og umhverfissvið að skipulagsverkefnum fyrir árið 2009.Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009.

2.Æðaroddi 36 - stækkun byggingarreits

811140

Bréf skipulags- og byggingarnefndar, dags. 16.12.2008. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt nágranna liggur fyrir.Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og bygginganefndar.

3.Garðagrund 3 - deiliskipulag

812091

Bréf skipulags- og byggingarnefndar, dags. 17.12.2008. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

4.Álagning gjalda fyrir árið 2009.

812058

Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 11.12.2008.


Bæjarráð samþykkir hækkun útsvarsprósentu í 13,28%. Bæjarráð fyrirliggjandi tillögu um sorphreinsunargjald sem verði kr. 8.990.- fyrir hverja sorptunnu og sorpeyðingargjald verði kr. 10.200.- fyrir hverja tunnu.

5.Skuldbreyting á láni hjá Landsbankanum.

812124


Bæjarráð samþykkir að skuldbreyta láninu í samræmi við fyrirliggjandi lánakjör og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun lánaskjala.

6.Starfshópur vegna bæja- og húsakönnunar.

812123


Bæjarráð staðfestir starfshópinn.

7.Strætómál.

812038

Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 10.12.2008, þar sem fyrir liggur afstaða Hvalfjarðarsveitar varðandi almenningssamgöngur.
Bréfið lagt fram, bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga um framlengingu á samningi meðan unnið er að útboði.

8.Strætómál.

812038

Bréf Veru Knútsdóttur, stjórnmálafræðings og Guðríðar Haraldsdóttur, aðstoðarritstýru, dags. 13.12.2008, varðandi lausnir og ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á strætómálum á Akranesi.Lagt fram.9.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.

811073

Afrit af bréfi Landslaga lögfræðistofu, dags. 11.12.2008. Umsögn sveitarstjórnar Akraness um stjórnsýslukæru Soffíu Magnúsdóttur fh. Kalmansvíkur ehf.


Lagt fram.

10.Sementsverksmiðjan hf, starfsleyfi,

808016

Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 9.12.2008, varðandi ákvörðun stofnunarinnar vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Sementsverksmiðjuna hf.

Lagt fram.

11.Ítrekun fyrirspurnar og áskilnaður réttinda vegna staðsetningar nýbyggingar á lóðinni nr. 1 við Þjóð

812115

Bréf Lögmanna Laugardal ehf., dags. 10.12.2008, þar sem ítrekuð er fyrirspurn og áskilnaður réttinda vegna staðsetningar nýbyggingar nr. 1 við Þjóðbraut.


Bæjarráð harmar seinaganginn í málinu og vísar erindinu til tækni-og umhverfissviðs með beiðni um afstöðu í málinu sem skilað verði til bæjarráðs sem fyrst.

12.Opnunartími yfir jól og áramót.

812121

Bréf Sigríðar Helgu Sigfúsdóttur fh. Jósa ehf., dags.15.12.2008, varðandi beiðni um lengri opnunartíma á Café Mörk yfir hátíðarnar.

Bæjarráð felur bæjarritara að afgreiða erindið.

13.Lengri opnunartími um helgar.

812127

Bréf Maríu Nolan fh. Nolan ehf., dags. 17.12.2008, þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma um helgar eða til kl. 01:00.


Bæjarráð felur bæjarritara að afgreiða erindið.

14.Rekstrarleyfi fyrir harðfiskverkun að Smiðjuvöllum 26.

812113

Bréf Kjarnafisks ehf., ódags., þar sem óskað er eftir rekstrarleyfi fyrir harðfiskverkun að Smiðjuvöllum 26.


Lagt fram.

15.Æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk á Akranesi.

812116

Bréf Heimis Bergs Halldórssonar, ódags. þar sem óskað er eftir húsnæði fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk á Akranesi.


Æfingahúsnæði er til staðar fulltrúi bæjarins hefur þegar sýnt bréfritara aðstöðuna.

16.Tímabundinn niðurskurður í aflamarki þorsks.

812112

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 1.12.2008, þar sem settar eru fram tillögur um forsendur fyrir útreikning framlaga til sveitarfélaga á árinu 2008 vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um tímabundinn niðurskurð í aflamarki þorsks. Framlagið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar á aflamarki þorsks.


Bæjarráð þakkar þá úthlutun sem hér er um að ræða, en vekur athygli á því að þó svo að miklar aflaheimildir séu skráðar á skip frá Akranesi þá hefur úrvinnsla afla verið skert um nærfellt 75% í sveitarfélaginu. Ákvarðanir um að hætta úrvinnslu afla sem skráð eru á skip frá kaupstaðnum hefur miklil og mjög alvarleg áhrif á atvinnulíf á staðnum.


Engar hömlur eru á því hvar úthlutuðum aflaheimildum er landað til vinnslu, því er úthlutunin nánast dropi í hafið á móti þeirru vinnslu sem flutt er héðan.

17.Styrkbeiðni- stofnun vefverslunar á Akranesi.

811154

Bréf Atvinnuráðgjafar Vesturlands, dags. 11.12.2008, vegna stofnunar vefverslunar á Akranesi.

Lagt fram.

18.Áhrif fjármálakreppu á EBÍ.

812119

Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótarfélag Íslands, dags. 12.12.2008, varðandi áhrif fjármálakreppunnar á EBÍ.


Lagt fram.

19.Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum.

812107

Bréf Rainrace og stofnunar Sæmundar Fróða, dags. 1.12.2008. Sveitarfélaginu var gefið eintak af bókinni ?Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum" (LVN), sem nýkomin er út. Bókin er aðgengileg á vefslóðinni: http://www.rainrace.com og http://www.ssf.hi.is.

Lagt fram, umrædd bók er á skrifstofu bæjarstjóra.

20.Minnispunktar frá samráðsfundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar 2008.

812025

Minnispunktar frá samráðsfundi sem haldinn var þann 10. des. sl., liggja fyrir.

Lagt fram.

21.Fjárhagsáætlun 2009.

812053

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 10.12.2008, varðandi skil fjárhagsáætlunar fyrir 31. desember ár hvert skv. 1. mg. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum. Bent er á að skv. 62. gr. sveitarstjórnarlaga er heimilt að endurskoða fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélags og gera á henni nauðsynlegar breytingar í ljósi breyttra forsenda.Bæjarráð samþykkir að óska með formlegum hætti um frestun á að ganga frá afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009 fram í janúar n.k. með vísan til mikillar óvissu í efnahagsmálum og erfiðleika við að ganga frá forsendum fjárhagsáætlunar í ljósi þess. Bæjarritara er falið að senda erindi þessa efnis til Samgönguráðuneytis.

22.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008.

810065

Fundargerð 68. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 15.12.2008, liggur fyrir.Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðar nefndarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

23.Fundargerðir Faxaflóahafna sf. árið 2008.

810088

Fundargerð 56. fundar stjórnar Faxaflóahafna frá 12.12.2008, liggur fyrir.


Lagðar fram.

24.Stuðningur við sérstaka félagsaðstoð.

812130

Bæjarráð samykkir fyrirliggjandi tillögu.

25.Uppgjör vegna neyðaraðstoðar (Trúnaðarmál).

812131Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

26.Leiðbeiningar félags- og tryggingamálaráðuneytis um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

812132
Lagt fram.

27.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirits Vesturlands 2009 ásamt greinargerð um starfsaðstöðu HeV.

812134

Í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er fjárhagsáætlunin send sveitarstjórnum til samþykktar. Óskað er eftir að gerðar verði athugasemdir við fjárhagsáætlunina fyrir 15. janúar 2008. Í greinargerð er fjallað um sameiningu starfsstöðva HeV.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætlun HEV.

28.Stjórnskipulagsbreytingar

812049

Bréf umhverfisnefndar, dags. 12.12.2008, þar sem nefndin óskar eftir að fá kynningu á því hver staða umhverfismála verður í bæjarfélaginu eftir að fyrirhugaðar stjórnskipulagsbreytingar taka gildi.
Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1. janúar n.k. og með því færast málefni umhverfisnefndar til skipulags- og umhverfisstofu.

29.Stjórnskipulagsbreytingar

812049

Bréf stýrihóps um stjórnskipulag, dags. 17. des. 2008, varðandi innleiðingu nýs stjórnskipulags Akraneskaupstaðar sem tekur gildi 1. janúar 2009.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram tillögu um kaup á fasteign Landsbankans að Stillholti 16-18 og tillögu um umboð til handa bæjarráði vegna breytinga á stjórnskipulagi.Tillögurnar eru svohljóðandi:


,,Bæjarráð Akraness samþykkir að keypt verði fasteign Landsbankans að Stillholti 16-18 samkvæmt fyrirliggjandi drögum að kaupsamningi.
Miðað er við að afsal fari fram og samningur undirritaður 2. janúar 2009.
Kaupverðið er 28.188.000, í bókstöfum tuttuguogáttamilljónireitthundraðáttatíuogátta 00/100.


Bæjarráð Akraness samþykkir heildarlántöku til kaupa á húsnæðinu og til breytinga á samliggjandi húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar, áður húsnæði VÍS.
Lánsupphæðin verði kr. 50.000.000, í bókstöfum fimmtíumilljónir.?
Tillaga um umboð til handa bæjarráði:


,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að við breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar um áramót, gildi umboð bæjarráðs þar til nýtt bæjarráð verður kjörið á fyrsta fundi bæjarstjórnar 2009."Bæjarráð felur stýrihópnum að fylgja eftir frágangi breytinganna.30.Fundargerðir stýrihóps um stjórnskipulag.

810077

Fyrir fundinum liggja fundargerðir stýrihópsins nr. 32-40 frá 25/11(x2),29/11, 1/12(x2), 2/12, 4/12, 8/12 og 18/12 2008.


Lagðar fram.

31.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2008.

812133

Fyrir fundinum liggur fundargerð 82. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 10. des. 2008.


Lagðar fram.

32.Minnispunktar frá samráðsfundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar 2008.

812025

Fyrir fundinum liggja minnispunktar frá samráðsfundi með fulltrúum ráðuneyta og stofnana 17. desember 2008.


Lagðir fram.

33.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2008.

812135

Fyrir fundinum liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. des. 2008.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00