Fara í efni  

Bæjarráð

3065. fundur 18. febrúar 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Samstarf lögreglu og Akraneskaupstaðar

1002223

Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður, Jón S. Ólasson yfirlögregluþjónn og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mættu á fundinn.Bæjarráð átti viðræður við sýslumann, yfirlögregluþjón og félagsmálastjóra um sameiginleg verkefni.

2.Háhiti ehf.

1002162

Stofnskrá, stofngerð og samþykktir fyrir Háhita ehf.

Lagt fram.

3.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 16. febrúar 2010 þar sem lagt er til skv. ráðleggingum Ívars Pálssonar hdl. og með tilliti til umsagnar Skipulagsstofnunar að eignarnám fari fram á lóðum við Vesturgötu 67,93,97,101 og 103. Jafnframt er lagt til að eigendum umræddra lóða sé veittur 7 daga frestur til að koma athugasemdum sínum á framfæri.Bæjarráð taki síðan athugasemdir sem kunna að berast, til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi að hálfum mánuði liðnum.Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu og felur honum framkvæmd málsins.

4.Sameiningarmál sveitarfélaga

1002194

Bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 10. febrúar 2010 þar sem óskað er eftir staðfestingu á þáttöku í verkefni sem samgönguráðherra hefur hrundið af stað og tilnefningu í vinnuhóp sem fjalli um sameiningarmál sveitarfélaga á Vesturlandi.


Bæjarráð tilnefnir Gunnar Sigurðsson forseta bæjarstjórnar sem fulltrúa Akraneskaupstaðar.

5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Bréf framkvæmdaráðs dags. 17. febrúar 2010 þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur til að skoða samþykktir um dýrahald á Akranesi og leggja tillögur fyrir framkvæmdaráð um nauðsynlegar breytingar. Einnig er lagt til að framkvæmdaráði verði falin fullnaðar afgreiðsluheimild til að afgreiða hundamál sbr. 49. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um að skipaður verði starfshópur og felur Framkvæmdastofu framkvæmd málsins.


Bæjarráð samþykkir einnig tillögu um að framkvæmdaráði verði veitt fullnaðar afgreiðsluheimild til að afgreiða hundamál sbr. 49. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Hundaleyfi 141 og 162. - Afturköllun

1001120

Bréf framkvæmdaráðs dags. 17. febrúar 2010 þar sem ekki er talin ástæða til að endurnýja umrædd hundaleyfi við núverandi aðstæður og bent á að viðkomandi aðili geti komið hundunum í fóstur á meðan núverandi búsetuaðstæður eiganda hundanna eru til staðar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og felur Framkvæmdastofu framkvæmd málsins.

7.Uppgjör staðgreiðslu árið 2009

1002220

Lagt fram.

8.Samstarfssamningur um íþrótta- og æskulýðsmál - drög að samningi milli Akraness og Borgarbyggðar.

1001024

Umsögn fjölskylduráðs dags. 12. febrúar 2010.

Lagt fram.

9.Íþróttavakning framhaldsskólanna 2010

1002183

Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 8. febrúar 2010 um verkefnið "Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum" þar sem óskað er eftir að framhaldsskólanemum verði veittur ókeypis aðgangur að sundlaugum dagana 22-28. febrúar n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að koma því á framfæri.

10.Bókasafn - beiðni v. námskeiðahalds

1002197

Bréf Jafnréttishúss dags. 11.febrúar 2010 þar sem óskað er eftir að fá afnot af Bókasafni fyrir íslenskukennslu án endurgjalds frá 15. febrúar til 15. apríl n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið.

11.Eldri borgarar - öryggisheimsókn

1002198

Bréf Slysavarnafélagsins Landsbjargar dags. 12. febrúar 2010 þar sem óskað er eftir fundi með bæjaryfirvöldum á Akranesi vegna öryggisheimsókna til eldri borgara.

Lagt fram.

12.BM Vallá hf. - greiðslustöðvun.

1002159

Bréf frá BM Vallá hf. ódagsett og JP lögmönnum dags. 9. febrúar 2010 um greiðslustöðvun BM Vallár hf.

Fjármálastjóra falið að afgreiða málið.

13.Málefni fatlaðra,flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Bréf verkefnisstjóra Fjölskyldustofu dags. 17. febrúar 2010 f.h. starfshóps sem skipaður var vegna yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.
Starfshópurinn óskar eftir við bæjarráð að framkvæmdastjóra Skipulagsstofu verði falið að uppfæra "Greinargerð um aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum á Akranesi" sem unnin var árið 2000.


Bæjarráð samþykkir erindið.

14.Félag lista- og handverksfólks á Akranesi og nágrenni

1002236

Bréf Maríu Kristínar Óskarsdóttur dags. 10.febrúar 2010 f.h. félags lista- og handverksfólks á Akranesi og nágrenni.


Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um átak í atvinnumálum.

15.Jaðarsbakkalaug - viðbótaropnun

1002235

Tölvupóstur Harðar Jóhannessonar rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 17.febrúar 2010.
Lagt er til að opið verði í Jaðarsbakkalaug frá kl. 9-17 á laugardögum og sunnudögum.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

16.Skagaver - uppgjör framkvæmda.

903119

Umsögn Ívars Pálssonar hdl. dags. 18. febrúar 2010 um erindi Lex lögmannsstofu f.h. Arnarfells sf. og Skagavers ehf. vegna húss og lóðar að Miðbæ 3 "Skagavers-lóð".

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma áliti Ívars Pálssonar til viðeigandi aðila.

17.Menningarráð - Fundargerðir 2010.

1002152

38.fundur Menningarráðs Vesturlands 10. febrúar 2010.


Lögð fram.

18.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

71.fundur stjórnar Faxafóahafna 5. febrúar 2010.


Lögð fram.

19.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.

1001149

3.og 4. fundur Atvinnuátaksnefndar 4.og 11. febrúar 2010.


Lagðar fram.

20.Málefni fatlaðra - fundargerðir 2009-2010.

1002226

1.-10.fundur starfshóps um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.
Fundirnir voru haldnir 2.11.2009,3.12.2009,17.12.2009,18.12.2009,6.1.2010,14.1.2010.28.1.2010,4.1.2010.4.2.2010,11.2.2010.


Lagðar fram.

21.Fab Lab starfshópur - fundargerðir 2010

1002032

2. fundur Fab Lab starfshóps haldinn 11.febrúar 2010.


Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00