Fara í efni  

Bæjarráð

3056. fundur 10. desember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2010.

911070

Tillaga að breytingum lögð fram á fundinum.
Breytingar kynntar, fjárhagsáætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Álagning gjalda fyrir árið 2010.

912039

Tillaga að breytingum á gjaldskrám.

Tillaga lögð fram og henni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Húsakönnun

809035

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 08.12.2009, varðandi niðurstöður úr greinagerð vegna bæja- og húsakönnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd og Samráðsnefnd um bæja- og húsakönnun leggja til við bæjarstjórn að eftirfarandi stefnumörkun verði samþykkt: Bæjarstjórn Akraness samþykkir að þær tillögur og niðurstöður sem fram koma í skýrslunni ?Perla Faxaflóa, Bæja- og húsakönnun á Skipaskaga? verði hafðar að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana á því svæði sem könnunin tekur til.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar varðandi málið fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Verknámsdeild FVA.

912029

Bréf skólameistara FVA, dags. 04.12.2009, þar sm lögð er fram tillaga að framlögum sveitarfélaga á Vesturlandi til FVA árið 2010 að fjárhæð 3,0 m.kr. Meðfylgjandi er væntanleg kostnaðarskipting framlaga.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Styrkbeiðni FIMA til áhaldakaupa.

912030

Bréf FIMA, barst í tölvupósti dags. 03.12.2009, þar sem óskað er eftir styrk til áhaldakaupa.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.

6.Styrkbeiðni, dags. 30.11.2009.

912031

Bréf Klúbbsins Geysis, dags. 30.11.2009, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000.-
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Styrkbeiðni - endurreisn Skagaleiksflokksins.

912040

Bréf Guðbjargar Árnadóttur, Gunnars Sturlu Hervarssonar og Sigtryggs Karlssonar, dags. í des. 2009, þar sem óskað er eftir styrk til endurreisnar Skagaleiksflokksins.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

8.Jafnréttisáætlun.

912027

Bréf Jafnréttisstofu, dags. 02.12.2009, þar sem óskað er afhendingar jafnréttisáætlunar ásamt framkvæmdaáætlun.
Erindinu vísað til afgreiðslu í Fjölskylduráði.

9.Leitarvél - samþætt leitarvél fyrir Ísland.

912026

Bréf Landskerfis bókasafna, dags. 30.11.2009, til upplýsinga til hluthafa um samþætta leitarvél fyrir Ísland sem líta mun dagsins ljós snemma á árinu 2011.
Lagt fram.

10.Frumvarp til laga - sveitarstjórnarlög, 15. mál.

912038

Bréf Alþingis, barst í tölvupósti dags. 04.12.2009, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa), 15. mál. Umsögn óskast fyrir 16. des. nk. Hægt er að nálgast þingskjalið á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/138/s/0015.html.

Bæjarráð leggst gegn frumvarpinu og telur að það leiði ekki til betri stjórnsýslu.

11.Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf.

812026

Bréf Spalar ehf. dags. 07.12.2009, þar sem boðað er til aðalfundar Spalar ehf. og hf. þann 17. desember nk. kl. 11:00 í Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi.
Bæjarstjóra er falið að fara með umboð Akraness á fundinum.

12.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Dagskrá 1087. fundar bæjarstjórnar.Lögð fram.

13.Strætisvagn Akranes-Reykjavík

812038

Fundargerð vegna opnunar á lokuðu útboði Strætó bs. ?Útboð á akstri, Akranes-Mosfellsbær" verknr. 12329, frá 01.12.2009.Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda um verkið í samráði við Strætó bs.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fyrir fundinum liggur 769. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.11.2009.


Lögð fram.

15.Kjara og samstarfsnefnd - fundargerði 2009.

912041

Fyrir fundinum liggur 3. fundargerð kjara- og samstarfsnefndar frá 01.12.2009.


Lögð fram.

16.Samstarfsnefnd - fundargerðir 2009.

905012

Fyrir fundinum liggur 144. fundargerð samstarfsnefndar frá 01.12.2009.


Lögð fram.

17.Samráðsnefnd um bæjar- og húsakönnun á Akranesi - fundargerðir 2009.

912042

Fyrir fundinum liggur 10. fundargerð samráðsnefndar um bæjar- og húsakönnun á Akranesi frá 07.12.2009.


Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00