Fara í efni  

Bæjarráð

3053. fundur 19. nóvember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Bókasafn - endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

911051

Bréf bæjarbókavarðar, dags. 12. nóv. 2009, þar sem óskað er aukafjárveitingar að fjárhæð kr. 1.838.099 vegna flutnings Bókasafns Akraness að Dalbraut 1.

Bæjarráð ítrekar fyrri umsagnir varðandi erindi sem þessi. Nauðsyn er að forstöðumenn/eða þeir sem hafa með málefnin að gera, geri grein fyrir fjárvöntun um leið og hún er fyrirsjánaleg svo að afgreiðsluferlið sé eins og það á að vera.


Bæjarráð staðfestir erindið og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar og kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

2.Íslensk málstefna - kynning

911052

Sent er rit með opinberri íslenskri málstefnu sem send er til kynningar. Viðtakendur eru hvattir tið að taka málstefnuna til umfjöllunar með viðeigandi hætti og leita leiða til að hrinda henni í framkvæmd. Málstefnan er einnig aðgengileg á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/nyrit/nr/5201


Lagt fram.

3.Verkfallslisti skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986

911053

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. nóv. 2009 þar sem minnt er á að skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu sveitarfélög fyrir 1. feb. ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Bæjarráð vísar málinu til samstarfsnefndar um kjarasamninga STAK og Akraneskaupstaðar og Kjara- og samstarfsnefndar.

4.Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands -hluthafar

911042

Sala á hlut Akraneskaupstaðar í upplýsinga- og kynningarmiðstöð Akraneskaupstaðar Vesturlands til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Bæjarráð samþykkir söluna og felur bæjarstjóra að undirrita viðeigandi skjöl f.h. Akraneskaupstaðar.

5.Málefni fatlaðra flutningur yfir til sveitarfélaga

905030

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 11. nóv. 2009, þar sem sent er kynningarefni frá ráðstefnu um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga sem haldin var á Hótel Hamri 9. nóv. s.l.
Lagt fram til kynningar.

6.Faxaflóahafnir - fulltrúi í stjórn

911054

Afrit bréfs borgarráðs Reykjavíkur, dags. 13. nóv. 009, til stjórnar Faxaflóahafna sf. varðandi beiðni fulltrúa Útvegsmannafélaga Reykjavíkur og Akraness frá 21. f.m. um að útvegsmenn fái að skipa fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf.
Lagt fram.

7.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

911055


Bæjarráð fjallaði um málið og samþykkir að boða fulltrúa Hvalfjarðarsveitar á næsta fund bæjarráðs.

8.Kaupþingsmót 2009 - styrkur

911057

Beiðni stjórnar UKÍA, varðandi greiðslu reikninga vegna Kaupþingsmóts 2009.


Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að taka þátt í kostnaði að upphæð kr. 500.000.- og vísa málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009. Hrönn óskar bókað að hún telji eðlilegt að samhliða umsókn sem þessari, fylgi uppgjör.

9.OR - Starfshópur eigenda.

905112

Bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. nóv. 2009, varðandi skýrslu starfshóps um uppskiptingu OR ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2010 - Skipulags- og umhverfisstofa

911043

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 17. nóv. 2009, varðandi fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfisstofu 2010.


Visað til fjárhagsáætlunargerðar 2010.

11.Hringtorg - merkingar

911060

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 17. nóv. 2009, varðandi aukafjárveitingu á fjárhagsáætlun ársins 2009 að fjárhæð 1,2 mkr. vegna merkinga á hringtorgum.Bæjarráð staðfestir erindið og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar og kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.


Hrönn óskar bókað að hún vilji fresta verkinu til ársins 2010.

Meirihluti bæjarráðs vill vekja athygli á samþykkt bæjarráðs frá 30. júní 2009 þar sem Framkvæmdastofu var falin framkvæmd verksins.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fundargerð 768. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. okt. 2009.
Lögð fram til kynningar.

13.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa

911039

Bréf framkvæmdaráðs dags. 18.nóv.2009 vegna fjárhagsáætlunar 2010.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2010.

14.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Bréf framkvæmdaráðs dags. 18.nóv.2009 um leiðréttingu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00