Fara í efni  

Bæjarráð

3112. fundur 10. mars 2011 kl. 12:00 - 13:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skagaleikflokkurinn - styrkbeiðni

1012060

Bréf Skagaleikslokksins dags. 8. desember 2010, þar sem farið er fram á rekstrarstyrk vegna ársins 2010 og 2011. Sigtryggur Karlsson formaður Skagaleikflokksins og Guðbjörg Árnadóttir mættu á fundinn til viðræðna.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu vegna rekstrar á árinu 2010 kr. 250.000.- sem færist á fjárhagsárið 2010. Bæjarráð bendir jafnframt félaginu á að sækja um styrk vegna ársins 2011 í samræmi við reglur þar um.

2.Fasteignagjöld - athugasemdir

1103003

Bréf Hestamannafélagsins Dreyra dags. 24.2.2011 þar sem óskað er eftir að fasteignagjöld á hesthús félagsmanna verði ekki lögð á eins og undanfarin ár þ.e. eins og um iðnaðar- og atvinnuhúsnæði sé að ræða.

Bæjarráð samþykkir beiðni félagsins um að álagning fasteignskatts ársins 2011 verði með sama hætti og álagning íbúðarhúsnæðis. Samþykkt þessi taki eingöngu til gripahúsnæðis í eigu einstaklinga.

3.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga nr. XXV

1102350

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24.febrúar 2011 um XXV. landsþing sambandsins sem verður haldið föstudaginn 25.mars 2011.

Lagt fram.

4.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga

1103021

Umsögn KPMG dags. 9.2.2011 til innanríkisráðuneytisins vegna frumvarps til sveitarstjórnarlaga.

Lögð fram.

5.Fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

1102361

Niðurstöður úr könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga, um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

Lagt fram.

6.Höfði hjúkrunar-og dvalarheimili - fjárhagsáætlun 2011.

1103028

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.

Bæjarráð samþykkir að visa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2011.

1103034

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.

Lögð fram.

8.Menningarráð Vesturlands - úthlutun styrkja

1103035

Bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 3. mars 2011 um úthlutun styrkja þann 18. mars n.k. í Borgarbyggð og aðalfund ráðsins sem fer fram 18. apríl í Stykkishólmi.

Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum.

9.Sólmundarhöfði 7 - starfshópur

1103040

Tölvupóstur frá Reginn ehf. dags. 4. mars 2011 þar sem lagt er til að settur verði saman vinnuhópur til að vinna að uppbyggingu hússins að Sólmundarhöfða 7 og að Akraneskaupstaður tilnefni tvo fulltrúa í hann.

Bæjarráð samþykkir erindið og tilnefnir Svein Kristinsson og Jón Pálma Pálsson, bæjarritara í starfshópinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

10.Faxabraut 3, tillaga að nýtingu lóðar

907040

Kaupsamningur Akraneskaupstaðar og Halakots hf. dags. 11.mars 2011. Um er að ræða eignarhluta Faxabrautar 3, (01.06) og er kaupverð kr. 12.336.650.-

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjármögnun málsins verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

11.Breið - Pallur Langasandi

1103044

Erindi Haraldar Sturlaugssonar og Ingibjargar Pálmadóttur, dags. 4. mars 2011, þar sem þau bjóða Akraneskaupstað lóðarhluta þeirra á Breið til kaups. Ef kaupin ganga eftir, óska þau hjón eftir leyfi bæjaryfirvalda til að ráðstafa söluverðinu til að reisa sólpall fyrir aftan stúku grasvallarins að Jaðarsbökkum, sem myndi nýtast gestum og gangandi.

Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir rausnalegt tilboð og þann velvilja sem það lýsir í garð bæjarfélagsins og samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum um lóðarkaupin, enda verði kaupverðinu ráðstafað með ofangreindum hætti í samráði og samvinnu við Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til verkefnisins og því vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

12.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.

1012103

3. fundur starfshóps dags. 2. mars 2011.

Lögð fram.

13.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

2. fundargerð starfshóps frá 2. mars og 3. fundargerð frá 7. mars 2011.

Lagðar fram.

14.Fundargerðir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1102004

2. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 1. mars 2011.

Lögð fram.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

784. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar 2011.

Lögð fram.

16.Almannavarnarnefnd Akraneskaupstaðar

1103037

Fundargerð Almannavarnarnefndar Akraneskaupstaðar frá 1. mars 2011.

Lögð fram.

17.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

53. fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 28. febrúar 2011.

Lögð fram.

18.Starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

1011037

Þröstur Þ. Ólafsson hefur óskað eftir að segja af sér störfum í starfshópnum vegna persónulegra ástæðna.

Bæjarráð samþykkir að skipa Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa í starfshópinn.

Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00