Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

139. fundur 05. október 2006 kl. 18:00 - 19:30

139. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtud. 5. október 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru:                 Karen Jónsdóttir, formaður

                                    Þórður Þ. Þórðarson

                                    Haraldur Helgason

                                    Dagný Jónsdóttir

Varamaður                  Ingibjörg Valdimarsdóttir

 

Auk þeirra sátu fundinn Rakel Óskarsdóttir markaðs- og atvinnumálafulltrúi ásamt Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

  

1. Kynningarbæklingur atvinnumálanefndar.

Drög að nýjum bæklingi kynntur en markmið hans er að gera grein fyrir hlutverki atvinnumálanefndar og þeirri þjónustu sem veitt er á vegum hennar.  Fyrirhugað er að bæklingurinn verði sendur til bæjarbúa og fyrirtækja innan tíðar. 

Markaðs- og atvinnufulltrúum falið að vinna áfram að verkinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

2. Skýrsla um staðarval fyrirtækja.

Lögð fram til upplýsingar.

 

3. Fundur með fulltrúum Orkuveitu Reykavíkur.

Stefnt verði að fundi með fulltrúum OR á næsta fundi nefndarinnar sem fyrirhugaður er eftir hálfan mánuð.

 

4. Viðvera markaðs- og atvinnufulltrúa, ráðgjöf.

Viðtalstími markaðs- og atvinnufulltrúa verður auglýstur með formlegum hætti.

 

5. Samvinna við IMPRU Iðntæknistofnun.

Málið kynnt, markaðs- og atvinnufulltrúa falið að halda áfram vinnslu málsins.

 

6. Stefnumótun atvinnumálanefndar.

Rætt um hvernig standa skuli að endurskoðun stefnumótunar nefndarinnar.

 

7. Önnur mál.

Atvinnumálanefnd beinir þeim tilmælum til stjórnar Faxaflóahafna að gjaldskrá fyrirtækisins varðandi gjaldtöku af lönduðum afla verði endurskoðuð með það í huga að gera löndun á Akranesi hagkvæmari en nú er.   Atvinnumálanefnd fagnar jafnframt þeim framkvæmdum sem nú þegar eru í gangi við lagfæringu löndunaraðstöðu á aðalhafnargarðinum á vegum Faxaflóahafna.

 

Atvinnumálanefnd óskar eftir upplýsingum um hvenær hafist verður handa við byggingu fiskimarkaðar á Akranesi.

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00