Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

119. fundur 16. júní 2004 kl. 18:00 - 19:10

 119. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 16. júní 2004, í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru:                 Guðni Tryggvason, formaður,

                                    Ástríður Andrésdóttir,

                                    Þórður Þ. Þórðarson,

Varamaður:                 Ómar Freyr Sigurbjörnsson.

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð, markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir.

  

Fyrir tekið:

  

1. Viðræður við framkvæmdastjóra Strætó bs.

Til viðræðna mætti Ásgeir Eiríksson.

Ásgeir gerði nefndinni grein fyrir rekstri Stætó bs. sem er byggðasamlag 7 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.  Rætt var um mögulega aðkomu byggðasamlagsins á þjónustu á Akranesi og kom fram í máli Ásgeirs að allir möguleikar væru á að Akranes fengi aðgang að byggðasamlaginu og að fyrirtækið tæki að sér almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðins.

 

Í ljósi þess að sérleyfi á almenningssamgöngum á milli Akraness og Reykjavíkur verður lagt niður í Ágúst 2005 leggur Atvinnumálanefnd til við bæjarráð að leitað verði eftir viðræðum við Strætó b.s. um möguleika á samvinnu við fyrirtækið um akstur strætisvagns til Akraness.        

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10. 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00