Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

591. fundur 01. nóvember 2000 kl. 08:00 - 09:20
591. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, miðvikud. 1. nóvember 2000 og hófst hann kl. 8:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir, formaður,
Tryggvi Bjarnason,
Oddný Valgeirsdóttir,
Sæmundur Víglundsson,


Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og félagsráðgjafi, Sveinborg Kristjánsdóttir sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:


1. Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Bréf Valborgar Þ. Snævarr hdl., dags. 30.10.2000.
Félagsmálastjóra Akraness falið að svara bréfinu.

4. Landsfundur jafnréttisnefnda á Akureyri dagana 10.-11. nóvember 2000.
Æskulýðs- og félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að Edda Agnarsdóttir fari fyrir hönd ráðsins á fundinn.

5. Jafnréttisáætlun fyrir Akraneskaupstað 2000-2003. Starfshópur um jafnréttisáætlun hefur lokið störfum og lagði fram tillögur sínar.
Æskulýðs- og félagsmálaráð styður tillögur starfshósins. Varðandi 2. lið í tillögunum var rætt um hvort janréttisnefndin eigi að starfa undir fjármála- og stjórnsýslusviði eða áfram undir Æskulýðs- og félagsmálaráði.
Hvar sem málaflokkurinn verður, þá telur ráðið að nauðsynlegt að reiknað verði með ákveðnu starfshlutfalli innan viðkomandi sviðs til að sinna ákvæðum jafnréttisáætlunar og jafnréttislaga.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:20






   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00