Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

169. fundur 07. desember 2021 kl. 16:00 - 18:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Kristinn Hallur formaður sat fundinn í gengum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Styrkur til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks - fjárhagsáætlun 2022

2112038

Á fundi bæjarstjórnar í ágúst 2021 voru samþykktar reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks. Samþykkt var að reglurnar tækju gildi frá 1. janúar 2022 og fjárhagslegar skuldbindingar vegna þeirra öðlast ekki gildi fyrr en eftir afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2022.

Ákvörðun um styrkupphæð til úthlutunar fyrir árið 2022 er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
Kristinn Hallur sat ekki fundinn undir þessu máli.
Ívar Orri sat fundinn undir þessu máli.


Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að heildarupphæð til úthlutunar fyrir fjárhagsárið 2022 verði kr. 1.000.000, Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

2.Barnavernd - breytt skipulag

2112020

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á barnaverndarlögum sem lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Breytingarnar taka gildi að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Áhrif Covid-19 á gæði þjónustu við fatlað fólk - niðurstaða athugunar

2111177

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar vekur athygli á nýútgefnum niðurstöðum athugunar stofnunarinnar á áhrifum Covid-19 á gæðum þjónustu við fatlað fólk. Finna má stutta samantekt á skýrslunni á vefsíðu GEF.
Helstu niðurstöður athugunarinnar eru eftirfarandi:
*Tryggja þarf að viðbragðsáætlanir taki tillit til fatlaðs fólks
*Miðla þarf upplýsingum til samfélagsins með fjölbreyttum hætti
*Bregðast þarf við afleiðingum félagslegrar einangrunar
*Huga þarf að stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði
*Þörf er á átaki varðandi ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu
*Áfram þarf að stuðla að sveigjanleika og þróun í þjónustu
*Samstarf þjónustukerfa er lykilatriði í lausnum
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt, mál nr. 2 og 3, með rafrænum hætti af KHS.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00