Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

151. fundur 14. apríl 2021 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Fasteignasjóður JS - aðgengismál fatlaðs fólks

2103179

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (nr. 280/2021).
Meginmarkmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt - á árunum 2021 og 2022 - að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög til:
-Úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða.
-Úrbóta þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.
-Úrbóta sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru skv. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Umsóknir um þessi sérstöku framlög árin 2021 og 2022 skulu berast jöfnunarsjóði ásamt fullnægjandi gögnum eigi síðar en 31. desember 2022. Jöfnunarsjóður tekur afstöðu til umsókna eftir því sem þær berast og gerir tillögu til ráðherra um úthlutanir að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar sjóðsins.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma með tillögur að styrktækum verkefnum sem stuðla að bættu aðgengi fatlaðs fólks í stofnunum á vegum Akraneskaupstaðar.

2.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Tillaga um stofnun stýrihóps vegna innleiðingar á verkefninu Barnvænt sveitarfélag hjá Akraneskaupstað.
Drög að erindisbréfi lagt fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að erindisbréfið verði tekið fyrir á sameiginlegum fundi velferðar- og mannréttindaráðs og skóla- og frístundráðs.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00