Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

146. fundur 03. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra 2021

2102010

Á vormánuðum auglýsir Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2021. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Akraneskaupstaður lagði inn umsókn árið 2020 í sjóðinn vegna byggingar á þjónustumiðstöðvar á Dalbraut 4, 300 Akranesi. Þeirri umsókn var synjað. Lagt er til að sótt verði aftur um styrk þegar auglýst verður á árinu 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2021 vegna uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Dalbraut. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna umsókn í samráði við skipulags- og umhverfissvið og vísa til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsaðstoð stöðumat 2021

2102012

Stöðumat vegna fjárhagsaðstoðar á árinu 2021.
Farið yfir stöðu fjárhagsaðstoðar í upphafi árs 2021. Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum sviðsins að eiga samráð við skóla- og frístundasvið um stöðu þeirra foreldra sem hafa ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín.

3.Fundargerðir 2021 - öldungaráð

2102013

Lög fram til kynningar 9. fundargerð Öldungaráðs frá 22. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK, SH og HRÁ.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00