Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

134. fundur 02. september 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Skammtímadvöl - könnun

2006313

Skammtímadvöl hefur ekki verið starfandi á Vesturlandi frá árinu 2013. Leitað hefur verið upplýsinga um starfshætti skammtímadvalar og liggja þær nú fyrir.
Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi sat fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

2.Fjárhagsaðstoð stöðumat 2020

2006001

Stöðumat vegna fjárhagsaðstoðar á fyrstu 6 mánuðum ársins 2020.
Stöðumat vegna fjárhagsaðstoðar lagt fram til kynningar.

3.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2020

2006135

Stöðumat á fjárhagsstöðu velferðar- og mannréttindasviðs fyrstu 6 mánuði ársins 2020.
Stöðumat á fjárhagsstöðu sviðsins lagt fram til kynningar.

4.Húsnæðismál - félagsþjónusta

2008246

Akraneskaupstaður undirritaði viljayfirlýsingu með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Leigufélaginu Bríet ehf. (Bríet) um að vinna saman að fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt.
Upplýsingar um stöðu verkefna lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00