Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir lið 2.
1.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
2002400
Kynning á bréfi félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi þar sem erindið snýst um barnvæn sveitarfélög og innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Auglýst er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga um að gerast barnvænt sveitarfélag.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur jákvætt í erindið. Sviðstjóra falið að athuga með kynningu frá Unicef og frá sveitarfélagi sem hefur innleitt verkefnið.
2.Kirkjubraut 40 - húsaleiga á félagsaðstöðu fyrir eldri borgara
1610004
Í samkomulagi milli Akraneskaupstaðar og FEBAN síðan 13. janúar 2002 er kveðið á um í 5. gr. að húsráð verði skipað. Þetta ákvæði hefur aldrei komið til framkvæmda en nú er óskað eftir afstöðu Velferðar og mannréttindaráðs um skipan húsráðs þar sem styttast fer í að starfsemin flytji og nýr eigandi er að húsnæðinu.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðstjóra að skipa tvo fulltrúa frá velferðar- og mannréttindasviði í húsráð samkvæmt samkomulagi milli FEBAN og Akraneskaupstaðar um afnot af Kirkjubraut 40.
Fundi slitið - kl. 18:00.