Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

99. fundur 14. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:15 Tónlistarskólanum að Dalbraut 1
Nefndarmenn
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
 • Elsa Lára Arnardóttir varaformaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Sameiginlegur fundur bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- mannréttindaráðs vegna kynningu starfshóps um framtíðarskipulag Jaðarsbakka og Velferðarstefnu Vesturlands.

1.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Kynning starfshóps um tillögu að framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum.

Um er að ræða sameiginlegan dagskrárlið bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs sem fer fram í Tónbergi.
Á fundinum kynnir starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum stöðu vinnunnar sem er á lokastigi og lokaskýrsla væntanleg á næstunni. Auk framangreinda sitja fundinn ýmsir gestir sem komið hafa að vinnunni svo sem hönnuður mannvirkjanna og fulltrúi Mannvits sem leggur fram kostnaðargreiningu þeirra áfanga sem gerð er tillaga um í uppbyggingarfasanum.

2.Velferðarstefna Vesturlands

1901121

Drög að umsögn velferðarstefnu Vesturlands til umræðu á sameiginlegum dagskrárlið bæjarráðs, velferðar- og mannréttindaráðs, skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs sem fer fram í Tónbergi.
Samþykkt að vinna áfram sameiginlega að umsögninni og leggja hana fyrir á bæjarstjórn þann 26. febrúar næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00