Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

31. fundur 20. janúar 2016 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Ingibjörg Pálmadóttir boðaði forföll. Anna Þóra Þorgilsdóttir mætti í hennar stað.

1.Búsetumál fatlaðs fólks

1411152

Umræða um stefnu í búsetumálum fatlaðs fólks og varðandi uppbyggingu nýs búsetuúrræðis.
Í ljósi þeirrar þarfar sem fyrirsjáanleg er vegna húsnæðis fyrir fatlaða á Akranesi á næstu árum telur Velferðar- og mannréttindaráð brýnt að hefja undirbúning að byggingu nýs búsetuúrræðis. Niðurstaða ráðsins er sú að vænlegra sé að byggja nýtt húsnæði en að ráðast í breytingar á Vesturgötu 102 eins og fyrirhugað var.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið að geri tillögu að staðsetningu búsetuúrræðisins. Jafnframt óskar ráðið eftir því að bæjarráð fjalli um málið og setji það í réttan farveg varðandi fjármögnun verkefnisins og tímasetningar. Ráðið telur mikilvægt að ráðist verði í hönnun eins fljótt og auðið er.

Fyrirhuguð er vettvangsferð Velferðar- og mannréttindaráðs og teymis í málefnum fatlaðra til Þroskahjálpar og Áss styrktarfélags þann 5. febrúar þar sem kynnt verður samstarf þessara aðila við sveitarfélög um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlaða.

2.Reglur um aðstoð við lyfjagjöf í búsetuþjónustu

1510113

Áður á dagskrá 25. fundar velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. október 2015. Lögð fram eftirfarandi tillaga teymis í málefnum fatlaðra um orðalag reglu um aðstoð starfsmanna Velferðar- og mannréttindasviðs við lyfjatöku:
'Starfsmenn Velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar veita aðstoð við lyfjatöku sé þess þörf. Aðstoð við lyfjatöku er háð því að lyf séu skömmtuð fyrirfram í lyfjarúllu frá viðurkenndum lyfsala. Gera má undantekningu frá þessari reglu ef um er að ræða tímabundna lyfjameðferð í skamman tíma'.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir ofangreinda tillögu.

3.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Í mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar er gert ráð fyrir að komið verði á fót skipulegu samráði við skilgreinda hópa sem leitað var til við gerð stefnunnar, s.s. aldraða, innflytjendur og fatlað fólk. Rætt um hlutverk og skipan samráðshópa.
Rætt um að skipa samráðshópa vegna málefna innflytjenda, aldraðra og fatlaðra. Hópunum yrði ætlað að að gefa endurgjöf um árangur, gera tillögur að úrbótum og gefa álit á hugmyndum og tillögum sem ráðið hefur til umfjöllunar og varða hópana.
Rætt um mismunandi leiðir að vali á fulltrúum og starfsháttum samráðshópanna. Félagsmálastjóra falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum.
Ákveðið að óska eftir að Anna Lára Steindal mæti á næsta fund ráðsins og segi frá hugmyndum sínum um samráð.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00