Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

5. fundur 21. janúar 2015 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna Lára Steindal varamaður
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2014 - tölulegar upplýsingar

1501320

Hrefna fór yfir ýmsar tölur varðandi fjárhagsaðstoð sem veitt var á árinu 2014.
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn og fór yfir ýmsar tölur sem snúa að framfærslu á árinu 2014.

2.Búsetuþjónusta Holtsflöt- þátttaka í fæðiskostnaði

1411120

Endurskoðun á ákvörðun um fæðiskostnað sem tekin var í velferðar- og mannréttindaráði 3.12.2014.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að þátttaka í fæðiskostnaði starfsmanna sem snæða með þjónustuþegum verði með eftirfarandi hætti:
Viðmið sem sett eru í reglugerð um þjónustu við fatlaða á heimilum sínum verði notuð þegar greiðslur eru ákveðnar. Upphæðin verði uppreiknuð miðað við matar- og drykkjarvísitölu á tveggja mánaða fresti.

Þjónustuþegar fá viðmiðunarupphæðina greidda miðað við þann fjölda máltíða sem starfsmaður neytir með þeim á mánuði.

Viðmiðunarupphæðin er greidd mánaðarlega alla mánuði ársins.

3.Búsetuþjónusta Holtsflöt - akstur íbúa

1411097

Endurskoðun á ákvörðun um aksturskostnað sem tekin var í velferðar- og mannréttindaráði 3.12.2014.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á Akranesi verði endurskoðaðar og felur félagsmálastjóra að leggja tillögu að nýjum reglur fyrir ráðið fyrir 1. apríl n.k..

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að greiðsla vegna frístundaaksturs utan Akraness verði kr. 45 fyrir hvern ekinn kílómeter og gildir ákvörðunin þar til endurskoðun reglna um ferðaþjónustu liggur fyrir. Gjaldið gildir einnig um innanbæjarakstur er markmið ferðarinnar er "að fara á rúntinn" Innheimta á gjaldi vegna frístundaaksturs skal vera á tveggja mánaðarfresti.

4.Fjárhagsáætlun búsetuþjónustu við Holtsflöt 9

1501316

Bylgja Mist fór yfir fjármál búsetuþjónustunnar og telur að um vanáætlun sé að ræða. Sviðsstjóra er falið að skoða málið með fjármálastjóra. Bylgja fór af fundinum kl. 18:10

5.Styrkir 2015 til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála

1410157

Tvær umsóknir um styrki heyra undir velferðar- og mannréttindaráð. Um er að ræða umsóknir frá Stígamótum og Kvennaathvarfi. Ráðið mælir með því við bæjarráð að hvorum aðila verði veittar kr. 250.000.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00