Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

7. fundur 04. október 2006 kl. 18:00 - 20:30

7. fundur í umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 4. október 2006 og hófst hann kl. 18:00.


 

Mætt voru:                            Rannveig Bjarnadóttir, formaður

                                             Haraldur Helgason

                                             Hallveig Skúladóttir

                                             Hrönn Ríkharðsdóttir

                                             Sigurður Mikael Jónsson

                                            

 

Auk þeirra Snjólfur Eiríksson garðyrkjustjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Hrönn Ríkharðsdóttir.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir tekið:

 

1. Slagorðasamkeppni ? tillaga um að fá nemendur í grunnskólum bæjarins auk Fjölbrautaskólans til að koma með umhverfisslagorð fyrir Akranes. Markmiðið er að nemendur vinni í hópum að gerð slagorða og mynda (plakata). Tillögur verða sýndar opinberlega og reynt eftir megni að nýta þær.

 

2. Rætt um erindi frá Guðlaugi Ketilssyni um umgengni í bænum og frágang við ýmis konar verkefni í bænum. Umhverfisnefnd telur af hinu góða að bæjarbúar sendi nefndinni erindi og ábendingar um umgengni.

 

3. Rætt um forgangsröðun vegna fjárhagsáætlunar næsta árs.

Farið yfir hugmyndir nefndarmanna og unninn verkefnalisti sem sendur verður bæjarráði til umfjöllunar.  Forgangsverkefni tengjast víðtækri fegrun umhverfisins (m.a. gróðursetning, göngustígar). 

 

4. Önnur mál.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00