Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

28. fundur 19. febrúar 2001 kl. 17:00 - 19:40
28. fundur umhverfisnefndar haldinn í matsal Sementsverksmiðjunnar ehf. mánudaginn 19. febrúar 2001 og hófst hann kl. 17:00.

Mættir:  Georg Janusson, formaður,
  Jóna Adólfsdóttir,
  Hallveig Skúladóttir,
  Stefán Magnússon.
Auk þeirra umhverfisfulltrúi, Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.
 
Fyrir tekið:
Almenn kynning á starfsleyfistillögum Sementsverksmiðjunnar ehf.
Fulltrúar Hollustuverndar ríkisins, Helgi Jensson og Þór Tómasson kynntu tillögu að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar ehf.
Umhverfisnefnd felur formanni og umhverfisfulltrúa að gera athugasemdir í samræmi við umræður nefndarinnar.
 
Umframjarðvegur frá Flatarhverfi.
Erindi bæjarráðs, dagsett 12. febrúar 2001, um tillögur umhverfisfulltrúa um umframjarðveg frá Flatarhverfi.
Umhverfisnefnd samþykkir að gengið verði frá umframjarðvegi með þeim hætti sem kemur fram í tillögu umhverfisfulltrúa.
 
Önnur mál.
3.1 Uppgröftur við Höfðasel.
 Samþykkt að boða fulltrúa Hollustuverndar á fund.

Fundi slitið kl.  19:40
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00