Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

86. fundur 25. febrúar 2008 kl. 17:00 - 19:30

86. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn að Þjóðbraut 13, mánudaginn  25. febrúar 2008 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________

 

 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                               Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

                               Bjarki Þór Aðalsteinsson, 

                               Halldór Jónsson,

                               Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Einar Skúlason rekstrarstjóri fundinn ásamt Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóra sem ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

 

1.              Málefni vinnuskólans.

Ýmsir þættir í starfsemi vinnuskólans voru ræddir og einnig aðkoma Arnardals/Hvíta hússins að málefnum unglinga yfir sumarið. Tómstunda- og forvarnarnefnd felur rekstrarstjóra að koma með tillögur að því hvernig umsókn um vinnuskólann verði háttað í samræmi við umræður á fundinum. Þ:e að fram komi á umsóknareyðublaði séróskir. Nefndin felur einnig deildarstjóra og verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála að leggja fyrir nefndina tillögur að félags- og forvarnarstarfi yfir sumarið með ungmennum vinnuskólans. Einar sagði frá því að stöður flokkstjóra verða auglýstar nú í vikunni og þeirri næstu og stefnt er að því að ráða í allar stöður fyrir páska. Um er að ræða 14-15 stöður. Fyrir utan er staða yfirverkstjóra. Einar sagði frá styrknum sem fengin var í fyrra vegna endurmenntunar starfsmanna. Áætlað er að sækja um aftur og nú eins og í fyrra einnig í samstarfi við Borgarbyggð. Einar sagði frá áætluðum fræðslupakka sem verður í boði bæði fyrir flokkstjóra og unglinga. Einar hefur hug á að gefa hverjum stafsmanni vinnuskólans umsögn í lok sumars og hefur hug á að byrja á elsta hópnum (10.bekknum). Í ljósi umræðna á fundinum telur tómstunda- og forvarnarnefnd mikilvægt að reglur í  vinnuskóla um stundvísi og aga verði skýrðar og þeim framfylgt.  Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til að afreksfólk sem starfar í vinnuskólanum fái svigrúm og stuðning til að sinna sínum verkefnum. Hver umsókn verður tekin fyrir séstaklega.  Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur einnig til að Heiðrún, Einar og Tómas hittist og leggi drög fyrir nefndina um heildarskipulag vinnuskólans.

 

2.   Erindi frá bæjarráði dags. 31.01.2008.

Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til að erindinu verði vísað til stjórnar ÍA sem er rekstraraðili þreksalanna í íþróttamiðstöðvum bæjarins.

 

3.   Málefni Golfklúbbsins Leynis.

Heimir Gunnlaugsson formaður mætti á fundinn kl. 18.00. Hann skýrði fyrir nefndinni samning sem gerður hefur verið milli Golfklúbbins og GR. Nefndin lýsir yfir ánægju með samninginn og vonast til að markmið hans náist.

Hildur Karen þakkaði Heimi fyrir og yfirgaf hann fundinn kl 18.43. Einar yfirgaf fundinn kl 18.40.

 

4.   Hátíð unga fólksins. 

Heiðrún Janusardóttir sagði frá tímasetningu og dagskrárdrögum sem unnið er út frá. Hátíðin er fyrirhuguð vikuna 14.-18. apríl en er ekki alveg ákveðið. Ákveðið er að setja hátíðina með vígslu á nýju tómstundahúsi. Drög að dagskrá liggur fyrir. Menningarráð Vesturlands hefur styrkt hátíðina um 100.000.-. Einnig hefur verið sótt um styrk í forvarnarsjóð.

 

5.   Önnur mál. 

Næsti fundur verður 10. mars

 

      

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00