Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

79. fundur 21. ágúst 2007 kl. 17:30 - 19:30

79. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn  21. ágúst 2007 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Sæmundur T. Halldórsson

Bjarki Þór Aðalsteinsson,

Silvía Llorens Izaguirre,

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Erindi frá bæjarritara dagsett 9. ágúst sl. en þar er óskað eftir skoðun tómstunda- og forvarnarnefndar á samstarfssamningi sem í gildi er milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar sem snerta verksvið nefndarinnar.  

Heiðrún greindi frá því að hún og Ágústa Andrésdóttir, æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, hefðu átt óformlegar viðræður um samstarfsverkefni. M.a. ræddu þær um samvinnu á sviði fræðslu t.d. í tengslum við forvarnir og einnig væri æskilegt að efla kynni milli barna og unglinga sveitarfélaganna. Málin rædd.  Nefndin er hlynt samstarfi milli sveitarfélaganna. Hún telur að æskilegt sé að skoða verði nánar fjármálahlið samstarfsins einkum því sem snýr að aðstöðu til íþróttaiðkunar hinna ýmsu greina. Nefndin telur t.d. ávinning af samstarfi við gerð göngu-, hjólreiða- og reiðstíga. Einnig eru samstarfsfletir í útivistarmálum s.s. gönguferðum.

 

2. Framtíðarsýn í æskulýðsmálum.

Á undanförnum mánuðum hafa ýmsir möguleikar varðandi framtíðarhúsnæðismál æskulýðsmála verið skoðaðir. Ljóst er að Arnardalur uppfyllir ekki aðgengiskröfur fyrir fatlaða og húsnæðið er að mörgu leyti óhentugt. Tómstunda- og forvarnarnefnd telur mikilvægt að í vetur verði mynduð stefna til nánustu framtíðar m.t.t. hvaða hópum á að þjóna , hvers konar þjónustu á að veita og hvers kyns húsnæði þarf fyrir þá starfsemi. Því óskar nefndin eftir því við bæjarráð að settur verði á fót starfshópur sem skilar tillögum um framangreint efni ekki síðar en í desember n.k. Starfshópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum frá tómstunda- og forvarnarnefnd, einum fulltrúa frá hússtjórn Hvíta hússins og einum fulltrúa frá Arnardalsráðinu. Heiðrún og Lúðvík vinni með starfshópnum.

 

3. Kynning á byggingu innisundlaugar.

Hildur Karen kynnti fyrir fundarmönnum hvernig hönnun innisundlaugar miðar.

 

4. Erindi frá fundi bæjarráðs 7. júni sl.. þar sem erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur er vísað til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.

Helga lagði fram minnisblað um málið þar sem afstaða skólastjóra grunnskólanna er kynnt og áætlaður kostnaður.  Nefndin telur verkefnið áhugavert og vonast til að hægt verði að hrinda því í framkvæmd.

 

5. Önnur mál. 

  • Fundartími nefndarinnar í vetur verður fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 17:30.
  • Helga sagði frá undirbúningi um lengda viðveru fyrir nemendur með fötlun í 5. ? 10. bekk.
  • Innritunardagur í íþrótta- og tómstundastarf verður 30. ágúst n.k.
  • Ávísun á öflugt tómstundastarf verður send til allra grunnskólabarna í næstu viku.
  • Verkefni tómstunda- og forvarnarnefndar á komandi hausti rædd.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00