Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

55. fundur 02. febrúar 2006 kl. 17:00 - 19:00

55. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16 -18 , mánudaginn 2. febrúar 2006 kl. 17:15.


Mætt á fundi: S. Pétur Svanbergsson, formaður
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 Þorsteinn Benónýsson
 
Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson frá ÍA
 
Einnig sátu Hörður Jóhannesson rekstrarstjóri íþróttamannvirkja, Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi, Heiðrún Janusardóttir deildarstjóri fundinn sem og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs sem ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Unglingaráð Akraness. Á fundinn mættu Stefán H. Jónsson, Ása Katrín Bjarnadóttir, Leó Daðason, Þór Birgisson og Ragnar Þór Gunnarsson frá unglingaráði Akranress á fundinn. Einar Skúlason gerði að umtalsefni að tillögur frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins hefðu fengið gott brautargengi. Einnig kom fram að 8 hljómsveitir eru farnar að æfa í aðstöðinni í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Samkeppni um nafn mun fara fram á næstu vikum. Síðan var rætt um foreldraröltið sem hefur verið aukið og er nú amk. einu sinni í viku. Ákveðið að kynna drög að reglum um brettavöllinn fyrir unglingaráðinu þegar þær liggja fyrir. Rætt var um hvers vegna það er svo mikið brottfall úr íþróttum þegar unglingar byrja í framhaldsskóla einkum hjá stúlkum. Fram kom að margir fara á eiginn vegum í þreksalinn í staðinn, kröfur í íþróttunum aukast, æfingaálag eykst, áhugi minnkar og fleira. Fram kom að Oddfellowhreyfingin vill styrkja forvarnarverkefni fyrir ungt fólk í Borgarbyggð og Akranesi og verið að skoða hvort efna eigi til forvarnardags þar sem framhaldsskólanemendur og 10. bekkingar ættu saman skemmtilegan dag og sundlaugarteiti. Rætt um forvarnarstarf og hvernig það ætti að vera til að vera sem árangursríkast. Stefán lýsti yfir ánægju með að málefni sem tekin voru fyrir á bæjarstjórnarfundi unga fólksins og hafa verið afgreidd en spurði hvað liði tækifærum fyrir nýtt fótboltalið hvað varðar aðgengi að völlum. Heiðrún Janusard., Einar Skúlason og unglingaráðsfulltrúar viku af fundi.


2. Úthlutunarreglur. Kynnt var ný tillaga að lausn varðandi ákvæði í samningi ÍA og Akraneskaupstaðar. Í tillögunni felst að öll börn á grunnskólaaldri fái einu sinni á ári ígildi ávísunar sem þau geta framvísað í viðurkenndum tómstundafélögum. Jafnframt verði úthlutað samkvæmt núgildandi reglum um styrki til barna og unglingastarfs. Tillagan gerir ráð fyrir að 8 milljónir verði til ráðstöfunar vegna þessara þátta. Fundarmenn lýstu yfir ánægju með tillögurnar og var bent á að æskilegt væri að ávísunin næði líka til yngri iðkenda. 


3. Viðurkenning til Íslands- og bikarmeistara. Tómstundateymið kynnti tillögu sína. Gert er ráð fyrir að bjóða Íslands- og bikarmeisturum 18 ára og yngri til athafnar í Bíóhöllinni og síðan yrði boðið til kvikmyndasýningar. Stefnt er á að hafa athöfnina í febrúar.


4. Húsaleigu- og æfingastyrkir. Hörður kynnti hugmyndir að endurskoðuðum reglum um húsaleigu- og æfingastyrki. Ekki liggur fyrir endanleg tillaga. Miklar umræður urðu um málið. Málið verður tekið upp að nýju.


5. Starfslýsingar í íþróttamannvirkjum. Hörður lagði fram bréf þar sem hann óskar eftir að tekið verði upp nýtt starfsheiti, yfirvaktstjóri, í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Einnig kynnti Hörður vaktafyrirkomulag og starfsskipulag í íþróttahúsunum. Umræður urðu um málið og kom fram að starfsemin á Jaðarsbökkum er að breytast og færast á fleiri staði. Nefndarmenn styðja tillögu Harðar og málinu vísað áfram til bæjarráðs.

 

6. Önnur mál..

 

 

 

 

 

 

 


 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00