Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

53. fundur 05. desember 2005 kl. 17:00 - 19:00

53. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn að Stillholti 16 -18 , mánudaginn 5.desember  2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:              Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                 Sævar Haukdal

                                 Þorsteinn Benónýsson

                                 Eydís Líndal Finnbogadóttir

                                

Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson frá ÍA

                                   

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Úthlutunarreglur.

Rætt um hvernig reglurnar eiga að breytast vegna fyrirliggjandi samnings Akraneskaupstaðar og ÍA.  Nefndarmenn eru sammála um að leggja eftirfarandi breytingu til við bæjarráð:

 

?3. grein

 Skipting styrkja
? Bæjarstjórn ákveður heildar styrkupphæð hverju sinni.
? Styrkir þessir eru veittir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga á aldrinum 6 ? 19 ára.
? Vegna ferða unglinga á aldrinum 13 ? 17 ára.


? Skipting styrkja er reiknuð út samkvæmt:

 

I. Systkinaafsláttur.  Afslátturinn er veittur ef eldra systkini er félagi í tómstundafélagi/ íþróttafélagi og greiðir þátttökugjald. Afsláttur til yngri systkina nemur 50% af þátttökugjaldi. Félög skila inn staðfestum gögnum um hve mikinn heildarafslátt félagið hefur veitt.  Nánari upplýsingar eru   á heimasíðu Akraneskaupstaðar og ÍA.

 

II. Fjármagn sem eftir er af árlegu framlagi þegar búið er að greiða sbr. lið I skiptist á eftirfarandi hátt:
(a) fjölda barna 6 ? 12 ára sem greiða þátttökugjald í hverju félagi (sem sækir um) eða eru staðfestir þátttakendur í starfi þess (25% styrkupphæðar)
(b) fjölda unglinga á aldrinum 13 - 19 ára sem greiðir þátttökugjald í hverju félagið (sem sækir um) eða eru staðfestir þátttakendur í starfi þess (50% styrkupphæðar)
(c) launagreiðslum til þjálfara og leiðbeinenda 6 ? 19 ára barna (25% styrk-upphæðar) samkvæmt ársuppgjöri

Styrkgreiðsla til hvers félags verður að lágmarki kr. 50.000 árlega. 
? Frjáls framlög munu einnig skiptast samkvæmt þessum viðmiðunarreglum.?

 

Sævar leggur fram eftirfarandi bókun:

Miðað við ofangreindar reglur er nauðsynlegt að hækka framlag til sjóðsins umfram fyrirliggjandi tillögur til fjárhagsáætlunar næsta árs.  Systkinaafsláttur sem fyrst og fremst verður styrkur til foreldra mun nánast klára sjóðinn samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og þá verður ekkert eftir til útlutunar styrkja vegna þjálfunarkostnaðar barna og unglinga.  Án hækkunar lítur því út fyrir að félögin muni bera skarðan hlut við þessa breytingu.

 

Sviðsstjóra falið að koma upplýsingum um fjárhagslegt umfang systkinaafsláttar á framfæri við bæjarráð.

 

2.  Upplýsingar af vettvangi tómstunda- og forvarnarmála.

 

  • Helga upplýsti að bæjarstjórnarfundur unga fólksins yrði þriðjudaginn 6. desember.
  • Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að hafist verði handa um viðhald á einni hlið til viðbótar á Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Einnig er stefnt að því að opna Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkun fyrr á morgnana.
  • Samráðsfundur um forvarnir. Fundarmenn ræddu um fundinn og hvaða niðurstaða var á fundinum. Fundargerð og glærur frá samráðsfundi um forvarnir munu berast nefndarmönnum fljótlega.
  • Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem boðað er til kynningarfundar á niðurstöðum úr rannsókninni Ungt fólk 2004.

 

3.  Önnur mál.

Þar sem formaður mun flytja af landi brott eftir áramót þakkaði hann fundarmönnum samstarfið. Fundarmenn þökkuðu fyrir samstarfið og óskuðu formanni heilla.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00