Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

45. fundur 18. apríl 2005 kl. 16:00 - 18:15

45. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal,  Dalbraut 8,  mánudaginn 18. apríl 2005 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinum var framhaldið að Stillholti kl. 16:30 undir lið 2 til loka.


Mætt voru:                      Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                       Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                       Eydís Líndal Finnbogadóttir

                                       Sævar Haukdal

Frá ÍA:                             Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri menningar-

og fræðslusviðs:            Helga Gunnarsdóttir.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Kynninga á deiliskipulagi fyrir Jaðarsbakka. (Fundur með skipulags- og umhverfisnefnd að Dalbraut 8).  Þorvaldur Vestmann kynnti fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og svaraði spurningum fundarmanna.

 

2.  Drög að samningi Akraneskaupstaðar og ÍA um rekstur, samstarf o.fl.  Bréf bæjarritara dags. 13. apríl s.l. þar sem óskað er eftir      umsögn tómstunda- og forvarnarnefndar um samninginn.

Fundarmenn fóru yfir samninginn og gerðu nokkrar tillögur að breytingum sem formanni og sviðsstjóra falið að koma á framfæri. Í umræðum kom m.a. fram að nauðsynlegt er að gera sambærilega samninga við önnur æskulýðsfélög. Sævar ítrekaði að nauðsynlegt er að gera ÍA kleift að takast á við aukin verkefni með meira fjármagni til Íþróttabandalagsins en samningurinn gerir ráð fyrir.  Nefndin fagnar samningnum og þeim áherslum sem þar koma fram og þeim auknu fjármunum sem ætlaðir eru til íþrótta- og æskulýðsmála á næstu árum.

 

3.  Bréf ÍSÍ dags. 13. apríl 2005 varðandi fyrirtækjakeppnina  ?Hjólað í vinnuna?.

Nefndin óskar eftir því að ÍA og rekstrarstjóri íþróttamannvirkja taki verkefnið að sér.

 

4.  Framkvæmd 17. júní. 

Gengið hefur verið frá samningum við Sigríði Indriðadóttur og Hjört Hróðmarsson um viðburðastjórnun í samstarfi við markaðsfulltrúa Akraneskaupstað.

 

5.  Önnur mál.

Lagt fram bréf til kynningar frá æskulýðsfulltrúa þar sem gerð er grein fyrir ráðningum flokksstjóra við vinnuskólann.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15                                                      

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00