Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

35. fundur 25. ágúst 2004 kl. 17:15 - 19:00

35. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  miðvikudaginn 25. ágúst 2004 og hófst hann kl. 17.15.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður  
 Njáll Vikar Smárason
 Sævar Haukdal, ritari
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 Eydís Líndal Finnbogadóttir
 
Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:


1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.


2. Tillaga að greiðslu styrkja til tómstundafélaga á Akranesi  vegna barna og unglingastarfs
Tillaga sviðsstjóra var rædd og samþykkt með smávægilegum breytingum samkvæmt umræðum fundarins.  Umsókn Toska var hafnað á þeirri forsendu að ekki sé um sjálfstætt starfandi félag að ræða og fellur það því ekki undir gildandi reglur.

 

3. Bréf frá Tungusól vegna aðstöðu Sundfélagsins á Jaðarsbökkum
Nefndin ræddi málið og sviðstjóra falið að afla gagna og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

4. Bréf frá bæjarráði vegna uppsetningar hjólabretta/línuskauta brauta/garðs á Akranesi.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um hjólabretta/línuskauta brauta/garð á Akranesi, nefndin telur æskilegt að kaupa tæki í garðinn sem séu sambærileg tillögu D1.  Tryggja þarf gott undirlag og  að allt ytra umhverfi verði til gott og skapi lágmarks ónæði.

 

5. Ferð stúlknahóps til Kosice í Slóvakíu (On the wings of friendship)
Sviðsstjóri lýsti ferð sem farinn á vegum Arnardals til Slóvakíu.

 

6. Nýjar áherslur/nýting fjármagns æskulýðsdeildar ? 1. umræða
Málefnið rætt.

 

7. Önnur mál
Engin önnur mál.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10
Næsti fundur verður haldinn 31. ágúst kl 17.15

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00