Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

30. fundur 31. mars 2004 kl. 18:00 - 20:00

30. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 31. mars 2004 og hófst hann kl. 18.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Eydís Líndal
 Katrín Rós Baldursdóttir 
 Sævar Haukdal (fundarritari)
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Á fundinn mætti Einar Skúlason.

Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:


1. Upplýsingar sviðsstjóra.
Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.

 

2. Vinnuskóli Akraness.
Einar gerði grein fyrir tillögum að framkvæmd ráðninga flokkstjóra í Vinnuskóla Akraness fyrir sumarið 2004.  Sviðstjóra falið að staðfesta ráðningar í viku 15.

 

3. Reglugerð um afslætti til hópa og félagasamtaka (í sund).
Frestað til næsta fundar.

 

4. Dagskrá göngum til heilbrigðis.
Tillaga sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs lögð fram og samþykkt með smávægilegum breytingum.

 

5. Dagskrá Jónsmessuhátíðarhalda.
Tillaga sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs lögð fram og samþykkt.

 

6. Írskir dagar.
Fundargerðir 2. og 3. fundar lagðar fram.

 

7. Ársreikningar Bíóhallarinnar.
Reikningar lagðir fram, skýrðir og samþykktir.  Málefni Bíóhallarinnar rædd og sviðstjóra falið að skoða málið samkvæmt umræðum á fundinum.

 

8. Önnur mál.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00