Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

29. fundur 03. mars 2004 kl. 17:30 - 19:00

29. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 3. mars 2004 og hófst hann kl. 17.30.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Njáll Smárason
 Katrín Rós Baldursdóttir 
 Sævar Haukdal (fundarritari)
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Á fundinn mætti Einar Skúlason til að ræða lið 4.

Íþróttabandalag Akraness: 

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:

 

1. Fundarmenn bjóða Hildi Karen Aðalsteinsdóttur velkomna til starfa í nefndinni.

 

2. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.

 

3. Erindi Badmintonsambands Íslands
Erindi Badmintonsambands Íslands samþykkt.

 

4. Vinnuskóli Akraness
Einar gerði grein fyrir tillögum að vinnuskipulagi sumarið 2004. Þar kom fram vilji til þess að sautján ára unglingar vinni að atvinnuátaksverkefnum og tengist vinnuskólanum vinnuskipulagslega samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.

 

5. Hátíðaskipulag 2004
Fjárhagsrammi samkvæmt fylgiskjali samþykktur. Sviðstjóra falið að vinna tillögur að útboðsgögnum vegna 17. júní hátíðarhalda.
Sviðstjóri kynnti drög að undirbúningi sumarhátíða.  Sviðstjóra falið að leggja fram tillögu að nefndarskipan írskra daga fyrir bæjarráð.  Málin rædd frekar á næstu fundum.

 

6. Önnur mál
Rekstrarstjóra falið að útbúa reglugerð varðandi afsláttafyrirkomulag sérstakra hópa í íþróttamannvirki Akranesbæjar þar sem gert verði ráð fyrir því að afgreiðsla mála verði á hans hendi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00