Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

27. fundur 27. janúar 2004 kl. 20:00 - 22:00

27. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 27. janúar 2004 og hófst hann kl. 20.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir
 Eydís Líndal 
 Sævar Haukdal (fundarritari)

Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson

Markaðs- og atvinnu-
skrifstofa: Rakel Óskarsdóttir


Dagskrá fundar:

 

1. Erindi Blakfélagsins Bresa varðandi afnot af íþróttahúsinu á Akranesi fyrir lokahóf 29. Öldungamóts BLÍ.
Nefndin samþykkir að veita Blakfélaginu Bresa afnot af  íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum vegna lokahófs Öldungamóts BLÍ.

 

2. Erindi golfklúbbsins Leynis vegna styrkbeiðni til handa Stefáni Orra Ólafssyni vegna æfingaferðar til Flórida.
Nefndin getur ekki orðið við erindinu þar sem það samræmist ekki reglum um úthlutun styrkja.

 

3. Erindi NFFA vegna hugmynda um sundlaugarskemmtun í sundlauginni Jaðarsbökkum þann 1. apríl næstkomandi.
Erindið samþykkt og sviðstjóra falið að vinna að undirbúningi þess ásamt NFFA.

 

4. Hátíðarhöld 2004 ? ákvörðun bæjarstjórnar um framkvæmd.
Málin rædd og sviðsstjóra ásamt markaðs- og atvinnufulltrúa falið að skoða möguleika á frekari tengingum við Írland í tengslum við Írska daga og ýmis önnur mál.

 

5. Bréf bæjarráðs vegna styrkjar til Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur.
Bréf lagt fram.

 

6. Bréf bæjarráðs vegna styrkjar til Badmintonfélags Akraness.
Bréf lagt fram.

 

7. Önnur mál.
Nefndin óskar Rakeli Pálsdóttur og félagsmiðstöðinni Arnardal innilega til hamingju með glæsilegan sigur á söngvakeppni Samfés þann 24. janúar síðastliðinn.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30

 

Næsti fundur verður haldinn þann 11. febrúar kl.17.00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00