Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

18. fundur 28. ágúst 2003 kl. 08:26 - 10:00

18. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  mánudaginn 27. ágúst 2003 og hófst hann kl. 17:00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir
 Eydís Líndal Finnbogadóttir (fundarritari)
 Hallveig Skúladóttir

Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson.


Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra.

  • Kynnti að vinna sé í gangi varðandi innritunardag íþróttafélagana sem áætlaður er þann 5. september2003
  • Sagði frá fundi sem haldin var ásamt forsvarsmönnum FVA, Lögreglunni, sýslumanni og nemendafélagi NFFA um dansleiki FVA  og framkvæmd þeirra
  • Kynnti að í gangi eru áætlanir á breytingum í bikarsalnum á Jaðarsbökkum þar sem áætlað er að gera salinn meira aðlaðandi og meira eins og bikarsafn.
  • Kynnt að í gangi eru undirbúningur að úttekt  á forvarnarmálum á Akranesi
  • Verið er að skipta um dúk í Bjarnalaug og vegna seinkunar á framkvæmd og skipulagi verksins mun það tefja sundkennslu í Bjarnalaug um einhverjar vikur.
  • Breytingar verða á aðgengi og aðstöðu fatlaðra í Bjarnalaug, og er nú unnið að undirbúningu slíks verks.
  • 2 millj. hafa verið veittar frá bæjarráði Akranes í breytingar á þrek aðstöðu á Jaðarsbökkum.  Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun dagsetningu á framkvæmd.
  • Kynnti hvernig viðhaldsverkefni íþróttamannvirkjanna var í sumar.
    Ákveðið hefur verið að malbika fyrir framan inganginn á Jaðarsbökkum.
    Sagði að öll íþróttamót sumarsins hafi gengið vel.
  • Aukafjárveiting var veitt til vinnuskólans vegna aukinnar aðsóknar.
    Í haust er áætlað að fara yfir skipulagsmál vinnuskólans.

 

2. Skýrsla Jónsmessuhátíðar.
Lögð var fram skýrsla um Jónsmessuhátíðina. Nefndin var sammála um að Jónsmessuhátíðin hefði tekist vel. 

 

3. Greinargerð 17. júní ? hátíðarhalda.
Nefndin var sammála að hátíðarhöldin hefðu gengið vel, þrátt fyrir að veðrið hafi verið helst til of vott. Nefndin þakkar Kvennanefnd Knattspyrnufélags ÍA fyrir undirbúning og framkvæmd hátíðarhaldanna.


4. Tillaga að styrktarsjóði vegna barna- og unglingastarfs.
Unnin hefur verið að reglum fyrir styrktarsjóð vegna Barna og unglingastarfs í tómstundastarfi á Akranesi. Slíkur sjóður mun hafa það að markmiði sínu að styrkja tómstunda- og íþróttafélög sérskaklega sé lögð áhersla á að virkja unlingastarf félaganna. Nefndin mun ganga frá reglum fyrir sjóðinn á næsta fundi.

 
5. Erindi frá Keilufélagi Akraness.
Keilufélagið hefur óskað eftir því við tómstunda- og forvarnarnefnd að fá að setja upp svokallaða flipperkassa og þythokkí í húsnæði keilufélagsins í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Nefndin samþykkir erindi Keilufélagssins.

 

6. Bæklingur.
Kynnt voru drög að upplýsingabæklingi sem verið er að gera um íþrótta og tómstundastörf barna og unglina á Akranesi. Bæklingurinn er langt komin í vinnslu og er áætlað að hann fari í prentun í næstu viku.
 
7. Atvinnuvegasýning ?Þeir fiska sem róa?.
Vísað til næsta fundar.

 

8. Önnur mál.

  • Kynnt var hugmyndir Knattspyrnufélags ÍA varðandi sölu varnings tengdum Knattspyrnufélagi ÍA í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.
  • Ársreikningar Keilufélags Akraness lagðir fram.
  • Fundargerð framtíðarsmiðju 2000 lögð fram.

 

Næsti fundur nefndarinnar verður 11. september kl. 17.00

 

Fleirra ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00