Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

1. fundur 12. ágúst 2002 kl. 17:00 - 19:30

1. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn mánudaginn 12. ágúst 2002, kl. 17:00, í íþróttahúsinu við Vesturgötu.


Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður,
 Katrín Rós Baldursdóttir,
 Hallveig Skúladóttir,
 Sævar Haukdal.

Bæjarritari: Jón Pálmi Pálsson.


Fyrir tekið:


1. Kynning á íþróttahúsinu við Vesturgötu og Bjarnalaug.  Viðræður við Hörð Jóhannesson, rekstrarstjóra.
Hörður kynnti nefndarmönnum þær framkvæmdir sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum við mannvirkin.  Jafnframt var rætt um áframhald viðhaldsframkvæmda. 

2. Kynning á Íþróttamiðstöðinni við Jaðarsbakka.  Viðræður við Áka Jónsson og Gunnlaug Sölvason, rekstrarstjóra.
Áki og Gunnlaugur kynntu mannvirkin og reksturinn fyrir nefndarmönnum.

3. Haustganga 2002.
Formanni falið að undirbúa gönguna.

4. Starfsfyrirkomulag tómstunda- og forvarnarnefndar.
Málið rætt.

5. Önnur mál.
Ákveðið að næsti fundur verði haldinn miðvikudaginn 21.8 n.k. kl. 18:00.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00