Fara í efni  

Stýrihópur um Kalmansvelli 5

6. fundur 22. ágúst 2022 kl. 08:00 - 09:30 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson fulltrúi meirihluta
  • Ragnar B. Sæmundsson fulltrúi minnihluta
  • Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar-og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Fundur stýrihóps um uppbyggingu á húsnæði á Kalmansvöllum 5. Drög að forhönnun frá Gláma Kím liggur fyrir.
Á fundinn mættu arkitektarnir Sigurbjörn Kjartansson og Ulrike Diana Malsch frá Gláma Kím. Farið var yfir fyrstu drög að skipulagi hússins.

Stýrihópur hafði óskaði eftir því við arkitekta að stilla upp drögum að skipulagi á umhverfi og aðgengi að húsinu þar sem innkeyrsla í húsnæðið yrði einnig frá Akranesvegi. Drög að því skipulagi liggja fyrir.

Stýrihópur samþykkir fyrirliggjandi fyrstu drög að skipulagi hússins. Stýrihópur óskar eftir því að arkitektar vinni áfram með fyrirliggjandi drög og vinni eftirfarandi:
-Ljúka þarfagreiningu með starfsmönnum starfsstöðva
-Stilla upp grunnmyndum hússins
-Stilla upp staðsetningu húss á lóð og gróflega bílastæðum og aðgengi á lóð
-Leggi fram tillögu um gerð húss og byggingarefni húss (stálgrindarhús, staðsteypt o.s.frv.)
-Aðstoð við gerð frumkostnaðaráætlunar í samráði við starfsmenn skipulags- og umhverfissviðs
Þegar framangreint liggur fyrir fundi arkitektar aftur með stýrihóp.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00