Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)
Fundur nr. 344 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var haldinn fimmtudaginn 7. mars 2002 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 10:00.
Mættir: Gísli Gíslason,
Helgi Andrésson,
Einnig mættu á fundinn Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins og Jóhann Þórðarson, endurskoðandi, sem vék af fundi eftir 1. lið.
Hervar Gunnarsson boðaði veikindaforföll.
Dagskrá:
1. Ársreikningur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2001.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir og skýrði ársreikning Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2001.
Stjórn sjóðsins samþykkir ársreikning Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2001.
2. Skýrslur Landsbréfa:
2.1. Mánaðarskýrsla 01.01.2002
2.2. Fjárfestingarskýrsla 1. ársfjórðungur 2002.
2.3. Ársfjórðungsyfirlit Landsbankans ? Landsbréfa 1. ársfjórðungur 2002.
2.4. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Skýrslur lagðar fram og stefnt er að því að fá sviðsstjóra Landsbréfa á
næsta fundi.
3. Skilyrt veðleyfi. Sjá trúnaðarbók.
4. Málefni Péturs Baldurssonar, kt. 220633-2259. Sjá trúnaðarbók.
5. Málefni Magnúsar Oddssonar, kt.171135-5599. Sjá trúnaðarbók.
6. Fjármálaeftirlitið. Leiðbeinandi tilmæli um innra eftirlit og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum.
Lagt fram.
7. Bréf Landsbréfa dags. 25.01.02. Tilkynning um samruna Landsbréfa hf. við Landsbanka Íslands hf.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:00.