Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

17. fundur 17. október 2012 kl. 17:30 - 19:00

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson varaformaður
Guðrún M.Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Vistunarmál
Samþykkt var vistun fyrir Guðjón Finnbogason, Espigrund 8, Akranesi og Guðjón Ómarsson, Háholti 29, Akranesi

2) Rekstraryfirlit janúar-september 2012
Lagt fram.

3) Fjárlagafrumvarp 2013.
Framkvæmdastjóri kynnti það sem snýr að Höfða í fjárlagafrumvarpi.

4) Fjárhagsáætlun Höfða 2013
Lögð fram og samþykkt.

5) Fjárhagsáætlun Höfða 2014-2016
Lögð fram og samþykkt.

6) Skipulagsskrá
Drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Höfða lögð fram og rædd. Drögin eru samin af lögmanni SFV.
Lögð fram.

7) Lán vegna framkvæmda
Lagt fram yfirlit yfir lánskjör frá lánastofnunum. Varaformanni og framkvæmdastjóra falið að semja um lántöku við Lánasjóð sveitarfélaga í samráði við eignaraðila.

8) Leiga á fótaaðgerðastofu
Samþykkt að leigja Nínu Borg Reynisdóttur fótaaðgerðafræðingi stofuna frá næstu mánaðamótum.

9) Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 17.sept. og 30.sept.
Lagðar fram

10) Bréf bæjarritara, dags. 12.okt. varðandi samþ.  bæjarráðs 11.okt. þar sem óskað er eftir að lögð verði fram gögn varðandi áhrif framkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2012 og 2013.
Stjórn Höfða telur að 15 millj.kr. af væntanlegum framkvæmdum færist á árið 2012 og 68 millj.kr. að frádregnu ríkisframlagi, þ.e. 52 millj.kr. færist á árið 2013. Þá er það mat stjórnar  Höfða að fjárhagsáætlun 2012 að viðbættum viðauka sem samþykktur var í júní eigi að rúma fjárfestingar ársins og ekki sé þörf á viðauka vegna þessa.

11) Önnur mál
Helga gerði grein fyrir nauðsyn nýs skráningarkerfis vegna vinnuskráningar. Henni var falið að leggja fram tillögu um málið á næsta stjórnarfundi.
Hjördís greindi frá vel heppnaðri árshátíð starfsmanna Höfða 6.október s.l.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00