Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

119. fundur 26. apríl 2021 kl. 16:30 - 17:50 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Helgi Pétur Ottesen
 • Björn Guðmundsson
Starfsmenn
 • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
 • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1.  Endurskoðunarskýrsla 2020
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir skýrsluna. Stjórn þakkar Jóhanni fyrir yfirferð á skýrslunni.

2.  Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 23.4.2021:
Hjúkrunarrými: 31 einstaklingar.
Dvalarrými: 10 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 27 einstaklingar.

3.  Bréf árshátíðarnefndar dags. 22.3.2021
Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða að fjárhæð kr. 600.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.

4.  Svarpóstur HRN vegna dagdvalar dags.12.4.2021
HRN vísar erindi Höfða um ósk um breytingu 5 almennum dagdvalarrýmum í dagdvalarrými fyrir heilabilaða til Sjúkratrygginga Íslands. Framkvæmdastjóri lagði fram bréf til SÍ varðandi málið.

5.  Tillaga varðandi endurskoðun á fæðisgjaldi starfsmanna
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu sem gerir ráð fyrir hækkun á verði fæðismiða úr kr. 175 í kr. 185. Hver máltíð er 3 fæðismiðar og er því verð pr. máltíð kr. 555 eftir hækkun.
Hækkunin tekur gildi frá og með 1. maí 2021.

6.  Önnur mál

Skýrsla verkefnastjórnar HRN um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila.
Stjórn Höfða fagnar því að loksins er fram komin skýrsla um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila. Þar er fátt sem kemur stjórn og stjórnendum Höfða á óvart varðandi niðurstöðu verkefnahópsins um að verulega vanti á fjármögnun ríkisins til rekstur hjúkrunarheimila sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Stjórn Höfða skorar á Alþingi að nú þegar verði tryggðir auknir fjármunir til rekstrar hjúkrunarheimila svo ekki komi til rekstrarstöðvunnar þeirra. Uppsafnað rekstrartap Höfða árin 2019 og 2020 nemur samtals 49,2 mkr. og er því mikilvægt að einnig komi til afturvirkar hækkanir á framlögum til hjúkrunarheimila.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00