Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

72. fundur 10. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:30 Höfða

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Hörður Helgason, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Stjórn Höfða Samkvæmt tölvupósti frá Akraneskaupstað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að Hörður Helgason taki sæti Ólínar Ingibjargar Gunnarsdóttur í stjórn Höfða.  Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir tekur við sem varamaður af Herði. Lagt fram. Samþykkt tilnefning um Hörð Helgason sem varaformann stjórnar Höfða.

2.  Afskriftir viðskiptakrafna Tillaga frá framkvæmdastjóra um afskriftir tveggja viðskiptakrafna. Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhæð kr. 93.008.

3.  Ársreikningur 2016 Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarskrifstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra. Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 788,9 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 782,7 mkr.  Afskriftir námu 25 mkr. og fjármagnsliðir nettó 13,9 mkr.  Tap ársins fyrir óreglulega liði nam 32,7 mkr. Tekjur undir óreglulegum liðum námu 924,8 mkr vegna yfirtöku ríkissjóðs og eignaraðila á lífeyrisskuldbindingum. Rekstrarafkoma ársins er jákvæð um 892,1 mkr.  Handbært fé lækkar um 43,7 mkr. og var handbært fé 93,6 mkr. í árslok 2016. Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

4.  Vistunarmál Samþykkt vistun sex einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

5.  Viðburðaryfirlit Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 1. febrúar til 9. apríl 2017.

6.  Bréf velferðarráðuneytis dags. 3.apríl 2017. Tilkynning um tímabundna fjölgun hjúkrunarrýma Höfða um fjögur til og með 15.5.2017.  Rýmin eru sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru með færni- og heilsumat og bíða á Landspítalanum eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými.  Stjórn Höfða fagnar því að hægt sé að nýta laus rými sem til staðar eru á Höfða og vonar að áframhald verði á nýtingu þeirra. Lagt fram.

7.  Bréf frá Sjúkratryggingum Íslands dags. 21.3.2017 Sjúkratryggingar hafa veitt Höfða tímabundna undanþágu frá kröfulýsingu rammasamnings um þjónustu hjúkrunarheimila.  Undanþágan er vegna þess að yfirumsjón með framleiðslu fæðis skal vera í höndum næringarekstrarfræðings samkvæmt kröfulýsingu rammasamnings. Undanþágan gildir til loka ársins 2018. Lagt fram.

8.  Fyrirspurn um lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í tengslum við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á Alþingi er óskað eftir að hjúkrunarheimili veiti ráðuneytinu svör við ákveðnum spurningum. Lagt fram ásamt svarbréfi Höfða.

9.  Beiðni um launalaust leyfi Bréf Sigurbjargar Huldu Guðjónsdóttur þar sem hún sækir um launalaust leyfi til 4. mars 2018. Samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00