Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

25. fundur 29. nóvember 2004 kl. 10:00 - 11:30

25. fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, Akranesi, mánud. 29. nóvember 2004 og hófst hann kl. 10:00.



 
Mættir voru: Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Guðni Tryggvason,
 Ásbjörn Sigurgeirsson,
 Sigurður Valgeirsson.
Áheyrnarfulltrúi: Helgi Þórhallsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson, verkefnisstjóri.


Fyrir tekið:

 

1. Hafnarsamningur við Íslenska Járnblendifélagið ehf.
Lagt fram minnisblað dag. 16. nóvember, sem lagt var fram við undirritun samnings um Faxaflóahafnir sf.  Formaður stjórnar og hafnarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við fulltrúa IJ og stöðu málsins.
 
2. Stofnun Faxaflóahafna sf.
Gerð grein fyrir undirritun sameignarsamnings þann 17. nóvember s.l.
 
3. Tölvupóstur Bjarna Thoroddsen, dags. 10.11.2004, f.h. Stálsmiðjunnar ehf., um lóðarmál.
Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag að því svæði sem um er að ræða þá getur stjórnin ekki tekið afstöðu til erindisins að svo stöddu.  Erindinu er vísað til stjórnar Faxaflóahafna sf. en hún mun hafa með skipulagningu svæðisins að gera.
 
4. Tilkynning byggingarnefndar Skilmannahrepps, dags. 15.10.2004, um heimild til að rífa og fjarlægja húsin að Klafastöðum.
Lagt fram.  Guðmundi Eiríkssyni falið að fylgja málinu eftir.
 
5. Bréf samgöngunefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu um niðurfellingu eða lækkun veggjalds í  Hvalfjarðargöng.
Stjórnin telur að lægra veggjald muni styrkja iðnaðarsvæðið á Grundartanga og því styður stjórnin tillöguna.
 
6. Verksamningur við GT-Tækni um endurnýjun á dekkjarúllum.
Guðmundur Eiríksson gerði grein fyrir málinu.  Hafnarstjórn staðfestir samninginnn.
 
7. Málefni skógræktar í landi Klafastaða.
Hafnarstjóri lagði fram drög að samningi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um ráðgjöf félagsins vegna skógræktarinnar í landi Klafastaða.  Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
 
8. Fundur fulltrúaráðs Grundartangahafnar.
Samþykkt að boða til fundar fulltrúaráðsins fimmtudaginn 16. desember kl. 17:00.

  
9. Minnisatriði Guðmundar Eiríkssonar varðandi ýmis verkefni.
Lögð fram skýrsla Guðmundar Eiríkssonar með ýmsum minnisatriðium vegna viðhaldsverkefna og stækkunar hafnarinnar.  Guðmundur fór yfir samantektina og útskýrði kostnaðarliði og ýmis atriði þar að lútandi.  Guðmundi falið að ganga frá samningi við Veðurstofu Íslands um endurnyjun á sjálfvirkri verðurathugunarstöð á Grundartanga.  Samþykkt að Guðmundur sendi hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. eintak af samantektinni.
 
10. Útboð á stálþili vegna stækkunar Grundartangahafnar.
Útboð á niðurrekstri stálþils og gerð þekju hefur verið auglýst og verða tilboð opnuð 16. desember n.k.
 
11. Málefni Klafa ehf.  Minnisblað ásamt  ósk um greiðslu kostnaðar vegna undirbúnings hafnarverndar.
Hafnarstjórn ítrekar fyrri samþykkt varðandi endurskoðun á gjaldskrá vegna hafnarverndar og framlagningu áætlunar á kostnaði vegna hennar.  Stjórnin óskar eftir að áætlunin og nánari skýring á framlögðum reikningi liggi fyrir eigi síðar en 16. desember n.k.
 
12. Fjárhagsstaða og áætlun fyrir árið 2005.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum á árinu 2005.  Staða rekstrar og framkvæmda m.v. 23. nóvember s.l. lögð fram. 
 
13. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að næstu daga verður boruð tilraunahola í landi Klafastaða í samræmi við samning hafnarinnar við OR um leit að heitu vatni. 
Helgi fjallaði um merkingar á nýju vegtengingunni.  Hann hafði samband við Vegagerðina varðandi málið.  Guðmundi falið að ræða við Vegagerðina og fylgja málinu eftir.
 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:30

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00