Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

23. fundur 26. ágúst 2004 kl. 10:00 - 12:00

23. fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn í fundarsal í  Stjórnsýslu¬húsinu, Stillholti 16-18, Akranesi, fimmtudaginn 26. ágúst 2004 og hófst hann  kl. 10:00.


Mættir voru: Gunnar Sigurðsson,
  Sigurður Sverrir Jónsson,
  Guðni Tryggvason,
  Ásbjörn Sigurgeirsson og
  Sigurður Valgeirsson.


Auk þeirra, Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson, verkefnisstjóri.


 

Fyrir tekið:

1. Staða rekstrar m.v. 20. ágúst 2004.
Hafnastjóri lagði fram rekstrar- og framkvæmdayfirlit og fór yfir stöðu
mála.

 

2. Tilboð í stálþil vegna stækkunar Grundartangahafnar.  Bréf Siglingastofnunar dags. 23. 8. 2004 varðandi tilboð í stálþil og stálþilsfestingar.  Staða mála varðandi stækkun Grundartangahafnar.
 Lagt var fram yfirlit tilboða í stálþil fyrir Grundartangahöfn og samantekt Siglingastofnunar og tillaga um hvaða tilboð væri hagstæðast fyrir höfnina.  Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði G. Arasyni ehf.  Í samræmi við tillögu Siglingastofnunar.  Hafnarstjóra falið að ganga frá undirritun nauðsynlegra gagna og leita tilboða í fjármögnun verksins.
 
2. Tillaga að gjaldskrá vegna hafnarverndar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa
Klafa, Samaskipa og Nesskipa.  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi
tillögu að gjaldskrá sem gildi eigi lengur en til loka október n.k.  Þá liggi
fyrir ítarleg útekt á nauðsynlegri vöktun og kostnaði henni samfara.
 
3  Framkvæmdir vegna hafnarverndar.
Guðmundur Eiríksson gerði grein fyrir málinu og því hver fjárhagsstðan
er.  Nú hefur vereið bókfærður kostnaður að fjárhæð kr. 10,9 mkr., en
ætla má að verkið muni kosta um 15,0 mkr.  Þá var lögð fram  teikning
af fyrirkomulagi á verndarsvæðinu.  Guðmundur mun setja upp lista
ásamt kostnaðarmati á þeim liðum sem eftir.
 
4. Skipulag lóða á hafnasvæði.  Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar.
Lögð var fram tillaga að skipulagi lóða á hafnarsvæði
Grundartangahafnar, sem er innan girðingar.  Einnig voru lagðir fram
uppdrættir að hugmyndum Kapla að staðsetningu tanka og búnaðar ef
rafskautaverksmiðja verður reist á Grundartanga. 5  Erindi Stjörnugrís Hafnarstjórn frestar
endanlegri afgreiðslu fyrirliggjandi tillagna, en felur hafnarstjóra að taka
upp viðræður við Stjörnugrís og Sementsverksmiðjuna um afnot lóða.
 

5. Erindi Stjörnugríss um lóð undir kornsíló.
 Lagt fram erindi Stjörnugríss hf.  Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
 
6. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga um Hafnasambandsþing 28. og 29. október 2004.
 Lagt fram.
 
7. Rif á húsum að Klafastöðum.
 Guðmundi Eiríkssyni falið að afla leyfa fyrir niðurrifi mannvirkja á Klafastöðum og leita tilboða í verkið.
 
8. Staða vatnsmála og viðræðna við Orkuveitu Reykjavíkur.
 Guðmundur Eiríksson gerði grein fyrir stöðu málsins.
 
9. Samningar við IJ og Norðurál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Jón Sveinsson hrl. og Helga
Þórhallsson.  Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að halda viðræðum
áfram með lögmanni hafnarinnar
í samræmi við það sem rætt var á
fundinum.
 
10. Staða mála varðandi sameiningu hafna.
 Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
 
11. Bréf Sögufélags Borgarfjarðar, dags. 7.7. 2004, þar sem þakkað er fyrir stuðning við verkið.
 Lagt fram.
 
12. Skýrsla um afkomu hafna á Íslandi árið 2002.
 Lagt fram.
 
13. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga dags. 30.6. 2004 ásamt fylgibréfum um farmvernd og birtingu gjaldskráa.
 Lagt fram.
 
14.. Bréf íslensku sjávarútvegssýningarinnar sem haldin verður dagana 7. - 10. september 2005.

 

15.  Tilkynning KB banka dags. 17. ágúst 2004 þar sem tilkynnt er um að bankinn  hafi tekið við sem veðtryggingaraðili af BNP Paribas S.A.
 Lagt fram.
 
16. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi grisjun skógræktar. 

 

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 12:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00