Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

20. fundur 16. apríl 2004 kl. 09:30 - 12:00

 20. fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn föstudaginn 16. apríl 2004 í aðstöðu hafnarinnar að Grundartanga og hófst hann kl. 09:30.


 Mættir voru:                 Gunnar Sigurðsson,

                                    Sigurður Sverrir Jónsson,

                                    Sigurður Valgeirsson,

                                    Ásbjörn Sigurgeirsson,

                                    Guðni Tryggvason.

Áheyrnarfulltrúi:          Helgi Þórhallsson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson.


 Fyrir tekið:

 

1.  Hafnarvernd.  Viðræður við ráðgjafa.

Einar Ragnarsson, tæknifræðingur hjá Hönnun hf. mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu við hafnarvernd.  Hann fór yfir hvar gert er ráð fyrir girðingum og hvernig lokun svæðisins og vöktun er hugsuð.  Ákveðið var að fela Einari og Guðmundi að miða við að setja upp lausar girðingar til að loka af svæðinu næst bryggjunni, en að unnið verði áfram að framtíðar lokun svæðisins í samvinnu við Járnblendifélagið go Norðurál.  Einar mun leggja fram drög að samning um ákveðna verkþætti sem gengið verði til samninga við klafa um að sinna.

 

2.Skipulagsmál.

Guðmundur fór yfir tillögur að skilgreiningu lands Klafastaða og hafnasvæðisins vegna vinnu við aðalskipulag.  Þær hugmyndir hafa verið unnar í samvinnu við Skilmannahrepp.  Vegna stækkunar hafnarinnar er nauðsynlegt að breyta aðal- og deiliskipulagi og hefur þeim þáttum verið komið í auglýsingu.  Þann 27. maí rennur út frestur vegna auglýsingar þannig að skipulagið ætti að liggja fyrir í byrjun júní.

 

3. Staða mála varðandi hönnun stækkunar hafnarinnar.

Guðmundur fór yfir stöðu mála og verkþætti sem nauðsynlegt er að fara í vegna stækkunar hafnarinnar.  M.a. er um að ræða útlagning á grjóti og sandfyllingu.  Þar sem útlit er fyrir að gengið verði frá samningum um stækkun Norðuráls á næstunni þá samþykkir stjórnin að heimila útboð á sandfyllingu til að undirbúa stækkun hafnarinnar.  Er Guðmundi Eiríkssyni falið að auglýsa útboðið.  Þá er hafnarstjóra heimilað að fela Siglingastofnun að bjóða út kaup á stálþili.  Samþykkt þessi er gerð með þeim fyrirvara að skrifað verði undir samninga um stækkun Norðuráls.  Stjórnin felur hafnarstjóra að koma samþykkt þessari á framfæri við eigendur hafnarinnar og að leggja málið fyrir fund fulltrúaráðs Grundartangahafnar ásamt tillögum að nauðsynlegum breytingum á fjárhagsáætlun vegna þess að þessi þáttur framkvæmdarinnar falli til fyrr en ráð var fyrir gert.

 

4. Viðhaldsverkefni.

Guðmundur fór yfir ýmis atriði varðandi viðhaldsverkefni við höfnina.  Stjórnin samþykkir að fela Guðmundi að bjóða út endurbætur á dekkjarúllum, vinnu við endurbætur á öryggismálum hafnarinnar, lagfæringu á þekju og þili, kant á eldri bryggju, vinnu við girðingu vegna hafnaverndar og lagningu malbiks við flæðigryfju.

 

5. Erindi skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi varðandi styrk til skólans.

Stjórnin samþykkir að veita Fjölbrautaskóla Vesturlands styrk til tækjakaupa málmiðnaðardeildar að fjárhæð kr. 2.000.000.

 

6.Staða viðræðna varðandi gerð hafnasamnings vegna rafskautaverksmiðju.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum og er honum falið að vinna áfram að málinu.

 

7.Fulltrúaráðsfundur Grundartangahafnar.

Stjórnin samþykkir að boða til fulltrúaráðsfundar föstudaginn 14. maí kl. 10:00 á Grundartanga.

 

8. Önnur mál.

a.  Guðmundur Eiríksson gerði grein fyrir stöðu við athugun á vatnsmálum.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00